Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 84
78
M0E6UNN
varlegt slys, en hún getur bætt íyrir yfirsjón sína með því
að taka báðar þessar stefnur upp á arma sína og útbreiða
þær. Ef hún gerir það, mun alt það besta í kenningum
hennar sjálfrar, sem er því miður búið að fá á sig ein-
hvern ömurlegan haustblæ, rísa upp í nýju vorskrúði. Og
hinar trúhneigðu sálir munu endurheimta sína gömlu »barna-
trú«. En vér skulum staðnæmast ögn við þetta orðr
»barnatrú«. Ýmsir þeirra, sem vita ekki altaf hvað þeir
eru að segja, finna hinum nýju andlegu stefnum það til
foráttu, að þær taki frá mönnum hina »gömlu góðu barna-
trú«. Ef með orðinu »barnatrú« er átt við óskynsamlegar,
barnalegar og illa rökstuddar hugmyndir um lífið og til-
veruna, þá er þessi staðhæfing rétt. En það er til annars-
konar »barnatrú«. Sú barnatrú er í rauninni ekki annað
en næmleiki hinnar gljúpu barnssálar fyrir undrum tilver-
unnar og hinu andlega innihaldi allra hluta. Margur er á-
reiðanlega sá maðurinn, er mun geta tekið undir með
skáldinu, er hann minnist bernsku sinnar:
»Sá eg inn í sólheima,
sá eg inn í draumheima,
horfði eg inn i steinanna og hólanna sál«.
En svo kom aldurinn og hinn harðhenti »veruleiki«,
sem svo er nefndur, og hann Iokaði hinum skygnu aug-
um. Það er einn höfuðkostur þessara tveggja stefna, guð-
speki og spíritisma, að þær kenna oss að sjá á ný inn í
»sólheima« og inn í »draumheima« og horfa inn í »stein-
anna og hólanna sál«. Þær gefa oss aftur þessa tegund
barnatrúar, en nú er sú barnatrú studd af sterkum rökum
sigursællar sannleikshollustu og dómgreindar, og ætti því
að standast árásir efans, hvort sem hann læðist að oss
sem hvíslandi blær eða hann kemur sem stormur, er hót-
ar því að brjóta allar vorar borgir. Og jafnvel þegar gest-
urinn, spm heimsækir alla að lokum kemur til vor, tekst
oss að sjá í honum dulbúinn vin. Einn af þeim mönnum,
er áreiðanlega átti bæði spiritisma og guðspeki mikið að