Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 106
100
MOKGUNN
Jón Sigurðsson á Alþingi. Hin ritgjörðin er eftir prófessor
Sigurð Nordal, og ætti að lesast með athygli, því að hún
er mikilsverð.
Morgunn hefir af ýmsum ástæðum ekki séð sér fært
að dæma um bækur, enda telur þessa grein ekki ritdóm.
Til þess að hún geti heitið það, er alt of mörgu slept. En
kvæði Gríms Thomsens eru svo óvenjulega merkilegt og
dýrmætt innlegg í bókmentir og andlegt líf þjóðarinnar, að
sjálfsagt þótti að leiða athygli lesenda Morguns að þeim.
Mörgum mun finnast þau dýr, af því að til sæmdar skáld-
inu hefir ekkert verið til sparað til þess að gera útgáfuna
sem prýðilegasta. En kaupendur fá líka mikinn andlegan
fjársjóð í aðra hönd. E. H. K.
Var það engill?
Skozkur prestur, Georg F. Leod að nafni, hefir ritað
nokkurar greínir í Lundúnablað (Evening News) með fyrir-
sögninni »Stefnuskrá fyrir lífið«. Blaðið telur hann atkvæða-
mestan ungra skozkra presta, sem nú eru uppi. í síðustu
greininni segir hann eftirfarandi sögu:
»Ótrúleg kann hún að þykja, en fullyrt er að hún sé
alveg sönn, þessi saga um Sir James Parker. Hann var
vanur að sofa vel, en eina nóttina vaknaði hann við það,
sem hann hélt að væri þruma. Hann sofnaði aftur og
vaknaði, og fann, að hann varð að fara fram úr rúrninu
og klæða sig. Við framdyrnar á húsinu hitti hann, sér til
mikillar furðu, hestamann sinn; hann beið þar eftir honum
með söðlaðan hest. »Hver gerði boð eftir yður?« spurði
Sir James. »Enginn«, sagði hestamaðurinn. »Eg vissi, að
þér vilduð láta mig koma«.