Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 41
MORGUNN
35
hinn andlegi hluti ykkar, sem gerir það að verkum, að eg
get séð ykkur, fylgt ykkur eftir og við og við séð hvað
þið hafist að«.
En hver er hann, þessi andlegi hluti vor mannanna?
Er það ekki »andlegi líkaminn«, sem Páli postula verður
svo tíðrætt um í sambandi við upprisu sálarinnar í líkams-
dauðanum, hinn andlegi líkami, sem er oss flestum ósýni-
legur, en er samofinn hinum jarðneska og skygnir menn
sjá aðgreinast frá honum, er þeir eru í návist deyjandi
manns?
Þegar eg las þessa fullyrðing, fanst mér mikið til um
hana og finst enn, mér fanst hún ráða gátu, sem lengi
hafði vafist fyrir mér og gáturnar virðast mér vera svo
margar, að mér þykir mjög vænt um það, sem verður til
þess að ráða, þó ekki sé nema eina þeirra---------------. Vafa-
laust kannist þér öll við þá staðreynd, hvernig hugsanirn-
ar móta efnislíkamann, einkum andlit vor, svo að af þeim
þykjumst vér að nokkuru geta greint góðleik mannanna,
en frá öðrum heimi er oss sagt að máttur hugarfarsins til
að móta andlega líkamann sé langtum meiri, að hann beri
langtum skýrari einkenni góðra eða illra hugsana; finst
yður það ekki vera æði eftirtektarverð fullyrðing um þann
hluta af oss, sem er sýnilegur látnum vinum vorum og
vitsmunaverum annarar veraldar? Þessi líkami vor er upp-
risulíkaminn eg ef honum er þannig farið, að hugarfar vort,
gott eða ilt, á langtum auðveldara með að móta hann,
en hinn jarðneska, fer þá ekki að verða skiljanlegt það,
sem hinir framliðnu segja oss um undrun sína yfir því,
hvernig jarðlífsástand hinna ný-látnu afhjúpist, er þeir
verða sjáanlegir vinum sínum í hinum andlega likama?
Og oss er einnig sagt að fyrir handan landamærin fáum
vér enn ríkari sönnun en hér, fyrir hinum yfirgnæfandi
alvöruþunga í orðum Krists: »Dæmið ekki!« — Dómar
vorir eru mestmegnis bygðir á því, sem vér sjáum af hinu
ytra, en framliðnir sjá vorn andlega líkama, sem í langtum
rikara mæli endurspeglar hið raunverulega ástand hugar-
3*