Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 14
8
MORGUNN
menn á vandaðri, hreinni portúgölsku og mælir að lok-
um: »Gefið vel gaum að, hvernig eg hverf!« Síðan geng-
ur hann að stól miðilsins, sem liggur i djúpu sambands-
ástandi. Fundarmenn gefa nú nánar gætur að hverri minstu
hreyfing, til þess að missa ekki af skemtilegasta atriði til-
raunarinnar: sjálfri aflikamaninni, að sjá líkamninginn hverfa.
Þegar biskupinn kemur að hinum sofandi miðli, beygir hann
hann sig yfir hann og leggur yfir hann hendur, hljóður um
stund. Fundarmenn standa í hring utan um þá. Ákafir
kippir koma í líkamninginn og fer hann að rýrna og lækka.
Miðlinum er haldið nákvæmlega. Loks var líkamningurinn
ekki orðinn nema 30 cm. á hæð, en þá hvarf hann svo
skyndilega, að ekki verður frekar lýst. Nákvæm rannsókn
á fundarherberginu fór fram, en ekkert grunsamlegt fanst.
Þetta fyrirbrigði og mörg hliðstæð gerðust þarna í viður-
vist margra merkra manna, í glaða sólskini.
Ein grein líkamningatilraunanna er, eins og þið vitið,.
tilraunirnar að fá vaxmót af höndum þeirra, sem likam-
ast, Er það venjulega gert með því móti, að vitsmunaver-
an, sem líkömuðu höndina á, er beðin að dýfa henni nið-
ur í skál með hituðu fljótandi vaxi, láta síðan vaxið storkna
vel utan um höndina og aflíkama hana því næst, svo að
mótið verði heilt eftir. Á vaxmótinu má þvi finna ná-
kvæma gerð hinnar líkömuðu handar, einkenni hennar öll
og rákirnar í húðinni. Margir telja þessa tegund sönnunar-
gagna ákaflega merkilega, því að eins og kunnugt er taka
t. d. hinir ströngustu dómarar þá vísindalegu fullyrðing
gilda, að hendur engra tveggja manna í veröldinni séu
eins. Ýmsir merkustu dóinstólar menningarlandanna hafa
sér til aðstoðai mjög leikna sérfræðinga í fingraförum, sem
eins og kunnugt er haldast merkilega lengi á ýmsum hlut-
um, eftir að þeir hafa verið snertir. Það er ánægjulegt að
minnast þess, að þessa vísindagrein, sem áður var nær því
eingöngu notuð í þarfir einnar dekstu hliðar mannlegs lífs,
uppljóstrun mestu glæpa, hana er nú einnig farið að nota
í þágu sálarrannsóknanna og spíritismans. Tvímælalausasti