Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 47
MOEGUNN
41
kom heim til mín snemma morguns, en það kom örsjaldan
fyrir, að hann færi að heiman á þessum tíma dags. »Hvað
er að frétta?« spurði ég. »í gær fór eg út í eyjuna með
reku og gróf upp dysina«. »Hvað fanstu?« spurði eg,
»gullmola?« »Nei, ekkert svipað því. Þetta reyndist vera
gömul villimannadys, en eg fann þar að eins eina beina-
grind. Hún hlýtur að hafa verið af einhverjum höfðingja
þeirra, því að eg þurfti að fara tvær ferðir á bílnum til að-
koma draslinu heim. Komdu í kvöld og sjáðu gripina«.
Eg brá mér þangað urn kvöldið. Hann hafði ekki farið
erindisleysu. Fyrir utan sæg af vopnum og öðrum áhöld-
um voru þarna allmargir töfrasteinar, er áströlsku anda-
mennirnir nota við særingar sínar, og voru ýms merki
krotuð á þá. En einn þeirra var ólikur öllum þeim, er eg
hefi nokkru sinni séð. Hann var dumbrauður að lit, gljá-
fægður og þakinn rúnum, mjög fagurlega dregnum, svo
fegurri handbrögð hefi eg ekki séð eftir villimenn. Rún-
irnar voru dregnar á báðar hliðar steinsins.
»Þetta lítur út fyrir að vera hinn mesti dýrgripur«,
sagði eg. »Já, hann er ólíkur öllum öðrum, sem eg á, og
einstæður í sinni röð«, svaraði vinur minn.
í tvo daga eða svo hitti eg ekki vin minn; hann hafði
farið að heiman til að líta eftir fjárbúi sínu. En einu sinni,
er eg var á heimleið frá vinnustofu minni, þá var alt í
einu kallað á mig, og James kom í áttina til mín, en mér
þótti það kynlegt, að hann var riðandi, en ekki í bifreið
sinni. »Hvað hefiröu gert af bifreiðinni?« spurði eg.
^Minstu nú ekki á það«, svaraði hann, »hún brann til ösku
í morgun, og það sem kynlegast er, hún var alls ekki í
gangi og enginn hafði komið nálægt henni. Eg get ekki
gert mér neina grein fyrir, hvernig þetta hefir getað viljað til,
því að eg var úti við í morgun, og hefði óðara orðið var
við, ef einhver hefði gert tilraun til þess að kveikja í henni«.
En þetta virtist aðeins vera upphafið að hinum dular-
fullu viðburðum, sem nú fóru að gerast á heimili hans.
Næsta morgunn hitti eg hann aftur. Eg sá á svip