Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 26
20
MORGUNN
Kirkjulíf vort nú á tímum.
Útvarpserindi eftir Einar H. Kvaran.
Eg hygg, að það valdi engum ágreiningi, þótt fullyrt
sé, að kirkjulíf vort íslendinga sé dauft nú á tímum. Allir
virðast sammála um það. Enda geta tæplega verið skiptar
skoðanir um það efni. Ekki má miða neitt við Reykjavík
eða Hafnarfjörð eða einstöku bæi við sjávarsíðuna. Hér
eru haldnar fjölsóttar guðsþjónustur á hverjum sunnudegi,
og hér er ýmiskonar félagsskapur, sem stefnir í kirkjulega
átt. En úti um landið eru messuföll svo tíð, að sumum
finst það blátt áfram hlægilegt, að halda uppi prestsem-
bættum, þar sem ekki sé hlustað á presta nema við jarð-
arfarir. Stefnan í kirkjumálum hefir nú um langt skeið —
hér um bil öll árin, sem liðin eru af þessari öld — verið
sú, að fækka prestunum. Og nú er a. m. k. talað um,
hvað sem úr því verður, að fækka þeim enn að miklum
mun, fækka þeim svo mikið, að þó að þjóðin færi aftur að
finna til þarfar á því að hafa þeirra einhver andleg not, þá er
óhugsandi, að unt yrði að fullnægja þeirri þörf. Eg geri
fastlega ráð fyrir þvi, að ef þessu heldur áfram, hljóti að
reka að því, að menn losi sig alveg við þjóðkirkju hér á
landi.
í sambandi við þetta mál hefir mér oft komið til hug-
ar atvik, sem fyrir mig kom fyrir nokkurum árum. Eg var
á ferðalagi, og vissi, að messa átti á kirkjustað, sem leið
mín lá um. Eg lagði kapp á að komast þangað svo snemma,
að eg gæti verið við guðsþjónustuna. Prestinn þekti eg og
vissi, að hann var merkur og mætur maður. Presturinn
kom og margt fólk, eftir því sem títt er um sveitakirkjur.
En eftir að menn höfðu verið þarna nokkuð lengi, tjáði
prestur mér, að hann ætlaði ekki að messa. Eg spurði