Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 22
16
MORGUNN
ingin: »er framtíðin þegar til með einhverjum hætti, annað-
hvort sem ákvörðun æðri máttarvalda, eða með einhverj-
um öðrum hætti?« snertir hvorki meira né minna en
dýpstu rætur trúarbragðanna og heimspekinnar.
Enn á eg eftir að geta þeirrar hliðar málsins, sem
»Morgunn« hefir flutt okkur og snýr að miðlunum, og er
hún ekki ómerkust. Það er stöðugt verið að klifa á því
að miðlastarfsemin sé hættuleg heilsu miðlanna. Það væri
barnaskapur að neita að svo getur verið. Það eru líka
ávalt hættumöguleikar bundnir því að stíga á skipsfjöl,
við förum langar sjóferðir eins fyrir þvi. Flugslysin eru
veruleikur, við fljúgum eigi að síður. En þessu er rækilega
svarað í störmerkilegri ritgerð í »Morgni«, sem nefnist
»Vanrækt miðilsgáfa«. Þar segir kona Andrésar heitins
Böðvarssonar frá hversu óskaplega manni hennar leið, ár-
um saman, beinlínis af því að hann hafði innibirgðar miðils-
gáfur, sem hann hafði enga þekking á að nota eins og
þurfti. Eg vildi óska þess að lesendur »Morguns« hefðu
hugfest sér vel þá geysilegu alvöru, sem Iiggur á bak við
þessa lýsingu frúarinnar, hún sýnir okkur tvent: i fyrsta
lagi sýnir hún hve stórhættulegt það getur orðið að nota
ekki hæfileikann, og í öðru lagi leggur hún dýrmæt vopn
í hendur okkar gegn því fólki, sem stöðugt er að klifa á þeirri
fjarstæðu að það sé synd gagnvart einstaklingunum, sem
miðilshæfileikum eru gæddir, að nota með skynsamlegu
móti hæfileika þeirra. Eg endurtek það að þessa ákaflega
merkilegu ritgerð eigum við að þekkja sem bezt og hafa
sannindi hennar á hraðbergi gegn þeim, sem af vanþekk-
ingu eru sífelt að stagast á miðlastarfinu, sem orsök lík-
amlegra og sálarlegra sjúkdóma.
Mál mitt er þegar farið að verða nokkuð langt, en eg
get þó ekki alveg gengið fram hjá því, sem »Morgunn«
hefir flutt okkur um það, hverning skeytin berast til okkar
í gegnum miðlana. Okkur er sagt hvílíkum geysilegum erfið-
leikum það sé bundið fyrir hina framliðnu að »koma