Morgunn - 01.06.1935, Side 95
M0E6UNN
89
þess getið, hvaða Friðrik það væri. Upp úr þessu byrjuðu
lækningatilraunir með þeim hætti, að Sesselíus biður um
lækningu á þeim sjúklingum, sem til hans leita. Sjálfur
gerir hann ekkert að Iækningunum, hvorki með því að fara
höndum um sjúklingana, né á neinn annan veg. Bráðlega
fór Sesselíus að sjá fleiri lækna, og las það á brjóstinu á
þeim, sem þeir vildu segja. Hann kveðst sjá þessa lækna:
Guðmund Magnússon prófessor, Konráð Konráðsson og
upp á síðkastið Ólaf Jónsson. Þessa lækna sér hann stöð-
ugt heima hjá sér á thnabilínu 6—8V2—9 á kvöldin. Þá
er alt af fult af fólki þar, sem er að leita sér lækninga.
Fjöldi manns kveðst hafa fengið heilsubót, þar á meðal
sumir við vonlausum sjúkdómum. Ritstjóri Morguns hefir
ekki átt kost á að rannsaka það mál, og getur því ekki
tekið ábyrgð á þeim staðhæfingum. En mjög æskilegt
væri, að einhverjir góðviljaðir læknar vildu kynna sér
þessa starfsemi og leita í því efni samvinnu víð lækninga-
manninn. í mínum augum er það naumast vansalaust, að
fullyrt sé af fjölda manns, að þeir hafi fengið lækningu
við miklum meinum með óvenjulegum hætti og að lækn-
arnir, sem standa allra manna bezt að vígi til að rann-
saka málið, geti aldrei neitt um það sagt af eigin þekk-
ingu, og annaðhvort leiði það algjörlega hjá sér, eða
hreyti í það sleggjudómum og ónotum. Hér er um mál að
tefla, sem þannig er vaxið, að almenningur þarf leiðbein-
ingu sérfróðra manna, enda alls ekki örvænt um, að lækn-
arnir sjálfir gætu með nákværnri rannsókn þessa máls afl-
að sér einhvers fróðleiks, sem þeir hafa ekki.
Þetta afskiftaleysi læknanna kynni að vera afsakan-
legt, ef hér ættu eingöngu hlut að máli fáfróðir og trú-
gjarnir íslenzkir alþýðumenn. En hér er um alheims fyrir-
brigði að tefla. Hér er auðvitað ekki eingöngu átt við
lækningatilraunir Sesselíusar Sæmundssonar, heldur allra
þeirra, sem að nokkurum mun fást við slíkar tilraunir hér
á landi. En vafalaust er óhætt að fullyrða, að lítill árang-