Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 17
MORGUNN
11
hans. Þar vil eg fyrst geta þess, sem mér þykir sjálfum
merkast — eg endurtek það sem eg sagði áðan að geð-
þötti minn ræður valinu — eg á við sálfarirnar. Þið vitið
hvað þær eru. Sálfarir nefnum við þá staðreynd, að menn
geti ýmist óafvitandi eða af viljaákvörðun sinni losað sál
sína frá líkamanum og látið hana ferðast til fjarlægra staða
og jafnvel inn í aðrar veraldir. Sálfarirnar hafa til þessa
dags ekki haft eins mikið sönnunargildi og hin venjulegu
miðlafyrirbrigði, en þó er rannsókn þeirra nú að færast í
það horf að nú þykir ekki ósennilegt að þær verði í fram-
tíðinni það, sem mestar sannanir muni flytja, auk þess, sem
þær hljóta óhjákvæmilega að verða til þess að miðla okkur
mikilli þekkingu á högum andaheimsins. Af þeim fróðleik
um sálfarir, sem »Morgunn« hefir flutt okkur, finst mér til-
komumestar sögurnar um frú Vlasek í Los Angeles, því
að auk þess sem þær sýna okkur staðreyndina sjálfa, sýna
þær líka hversu mikil undur skynsamlegar rannsóknir á
þessum dásamlega hæfileika geta leitt í ljós. Frú Vlasek
sjálf er heldur fráleitt neitt barn í þessum efnum; hún
er spiritistaprestur í borg sinni og var forseti Sambands-
félags spiritista í Californíu. Innan safnaðar hennar var fé-
lag, sem hafði það verkeíni með höndum að rannsaka
miðlafyrirbrigðin. Nokkurir menn — sem vitanlega vissu
um hina merkilegu hæfileika hennar — gerðu samning
við hana um að hún reyndi að gera vart við sig hjá tveim
miðlum á meðan hún væri í ferðalagi á allsherjar spíri-
tistaþing Bandarikjanna, sem halda átti í Toledo í Ohio-
ríkinu haustið 1926. Dagarnir, sem þessar kynlegu tilraunir
áttu að fara fram, voru ákveðnir. Annar miðillinn, sem hún
átti að fara úr líkamanum til þess að gera vart við sig
hjá, var raddamiðill, hinn líkamningamiðill. Bæði kvöldin,
sem tilraunirnar átti að gera, var hún stödd í járnbrautar-
lest á leiðinni til þingsins, sem áður er nefnt. Fyrst ætlaði
hún að gera vart við sig hjá raddamiðlinum frú Webb.
Hún háttaði i klefa sínum skömmu áður en fundartími
kom, yfirgaf líkamann og stefndi huganum að fundarstaðn-