Morgunn - 01.06.1935, Side 104
98
MORGUNN
var ekki vinsæl. Hann átti í heldur illyrmislegri deilu vi5
vinsælasta skáld og augastein þjóðarinnar, Matthías Joc-
humsson. Og hann var mjög óvinsæll með piltum í latínu-
skólanum, sem þótti hann örðugur prófdómari. Á þeim
tímum skipti það nokkuru máli fyrir hvern mann, sem eitt-
hvað þurfti til almennings að leita, að hafa svo marga
unga mentamenn, sem dreifðust út um landið á hverju
sumri, óvinveitta sér.
En þegar þess er minst, að G. Th. hafi verið hinn
»stirðorðasti«, má sízt gleyma því, að í sumum kvæðum'
hans er kveðandi svo ljúf og leikandi sem hjá hagmælt-
ustu skáldum vorum.
Mjög mikið er í þessum Ijóðum, sem eg get ekkr
hugsað mér að nokkur maður geti gleymt, sem hefir lesið
það með athygli. En með athygli þarf að lesa það flest.
Hér er ekki á borð borið fyrir flysjungslega hugsunarleys-
ingja, heldur hugsandi menn og helzt gáfaða íslendinga.
Búast má við, að það sem dýpst grafi sig inn í ettirtekt-
ina og minnið, sé tvent. Annað eru ljóðin, sem ort hafa
verið út af ýmsum atriðum úr sögum vorum og þjóðlífi,
einkum frá fyrri tímum. Þessi Ijóð eru svo mörg, að ef þau
væru gefin út út af fyrir sig, í stað þess sem þau eru á
víð og dreif í þessum tveim bindum, þá yrðu þau nokk-
uð mikil bók. Sum þeirra hafa um mörg ár verið alt af
öðru hvoru á vörum flestra Ijóðelskra manna hér á landi,
svo sem »Á Glæsivöllum«, »Skúli fógeti«, »Skúlaskeið« og
»Sverrir konungur«. En ýms fleiri ættu að verða það,
Karlmenskunni og drengskapnum hefir ekki verið sungið
veglegra lof á íslenzkri tungu en í þessum ljóðum. Mikils-
vert væri, að einhverju tónskáldinu tækist að búa til vin-
sælt lag við Bergþóru-kvæðið, svo að hvert islenzkt manns-
barn væri nokkurn veginn neytt til þess að læra það að
sínu leyti eins og Sveinbirni Sveinbjörnson tókst með
Sverris-kvæðið. í þessum flokki eru meðal annars »Rímur
af Búa Andríðssyni og Fríðu Dofradóttur«, sem eru ein
hin máttugustu söguljóð, sem ort hafa verið á íslenzku,