Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 29
MOEGUNN
23
þangað. Þá segja sumir, að breyttir lifnaðarhættir eigi sök
á þessu, einkum það, hve fólkið er orðið fátt á sveitabæj-
unum. Og áreiðanlega veldur þetta miklu um messufæð-
ina. í sumum prestaköllum hefir fækkað stórkostlega á
nokkurum síðustu árunum. Mér er ekki kunnugt um, að
neinn félagsskapur sé til í sveitunum með því augnamiði
að halda uppi íihuga á andlegu lífi. Menn hafa ungmenna-
félög, stjórnmálafélög, kaupfélög o. s. frv. Allur félags-
skapur stefnir að hinni jarðnesku togstreitu. Eg held, að
vinsælir, lagnir og nægilega áhugasamir prestar gætu hér
nokkuru um þokað, a. m. k. komið á samtökum um að
koma á guðsþjónustum, svo að vanvirðulaust væri. En eg
get bezt trúað þvi, að einhver slík samtök séu óhjákvæmi-
leg, ef kirkjan á að komast út úr því ófremdarástandi, sem
hún er komin í. En einhlítt er það ekki. Fólkið verður að
geta átt von á einhverjum boðskap, sem dregur það.
í hverjum erindum koma íslendingar til kirkju? Nærri
því, en ekki alveg, undantekningarlaust koma þeir til þess
að hlus.ta á ræðuna. Eg hefi þekt einstöku menn, sem hafa
komið í öðrum erindum, hafa lokað eyrunum fyrir ræð-
unni, af því að þeir hafa ekki átt von á að fá neitt að
heyra, sem þeim væri gagn að, en sózt samt eftir því að
komast í kirkju. Einn af þeim mönnum, sem svona eru
gerðir, hefir sagt mér, að messa beri annanhvorn sunnu-
dag í þeirri kirkju, sem hann á kirkjusókn til. Hann sagð-
ist þá aldrei láta undir höfuð leggjast að fara til kirkju.
Hann taldi sig hafa hugarstyrking og sálubót af sálmun-
um, söngnum og því andlega loftslagi, sem myndaðist við
það, að saman væri komnir menn í guðrækilegum hug.
Og betur liði sér þá víkuna, sem hann hefði byrjað með
kirkjuferð. Þessir menn eru til, en þeir eru áreiðanlega
undantekning. Allur þorri íslendinga kemur til þess að
hlusta á ræðuna. Og þeir eru nokkuð vandfýsnir — ef til
vill ósanngjarnlega vandfýsnir. Þeir þrá meðal annars hugs-
anir, sem þeir hafa ekki hugsað áður, fróðleik, sem er þeim
nýr. Eg átti fyrir nokkurum árum tal við einn af próföst-