Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 63
MORGUNN
57
ur til þess að varpa nokkuru ljósi yfir þennan dularfulla
og einkennilega atburð, er gerðist þar í viðurvist hinna
nefndu sjónarvotta; en vér getum naumast annað en stað-
ið undrandi, svo kynlegt og ótrúlegt er það, sem okkur
er þar agt. Voru þetta alt sjónhverfingar og blekkingar af
hálfu töframannsins? Er það yfir höfuð liklegt, að honum
hafi tekist að sefja svo hugi allra þeirra, er viðstaddir
voru, að hann hafí getað látið þá sjá alt þetta gerast, án
þess að nokkur veruleikur væri þar að baki? Naumast
mun hægt að bregða sjónarvottum um of mikla trúgirni
eða fyrirfram ákveðna sannfæringu, þar sem til þessarar
farar er stofnað í því skyni að gera manninn beran að
blekkingum og svikum. Ekki er það heldur líklegt, að hon-
um hafi tekist að flytja með sér alt það, er hann reiðir
fram fyrir gesti sina, flytja það með sér, án þess að sjón-
arvottar yrðu varir við. Og naumast verður það skýrt með
sjónhverfingafullyrðingum einum, að meginþorri hinna við-
stöddu gesta neytir hinnar framreiddu máltíðar. Því leng-
ur sem vér veltum þessu fyrir oss, þvi fleiri óleysanlegar
spurningar vekur það í hugum vorum. Ef vér tökum frá-
sögnina trúanlega, og vér eigum yfir höfuð örðugt með að
neita því, að þetta hafi í raun og veru gerst, og fremur
óaðgengilegt að ætla sér að lýsa viðstadda sjónarvotta
lygara að framburði sínum, ekki sízt fyrir okkur, sem sjálf-
sagt mörg höfum átt þess kost að sjá og sannfærast um
•uarga dásamlega hluti, verða sjónarvottar að ýmsum þeim
fyrirbrigðum, er oss við fyrstu sýn virtust litt skiljanlegri
en það, er bar fyrir hina áðurnefndu rannsóknarnefnd.
Langsennilegast virðist því að gera ráð fyrir því, að þessi
töframaður hafi verið gæddur einhverjum kynlegum dular-
hæfileikum, eða þá hitt, að hann hafi öðlast einhverja
Þekkingu á einhverjum þeim dularöflum tilverunnar, er all-
an þorra mannanna brestur þekking og skilning á enn sem
Lomið er. Það hefði sjálfsagt þótt nokkuð ótrúlegt fyrir
hundrað árum, ef einhver hefði spáð því, að vér myndum
geta hlustað á mál manna vestur i Ameríku hér heima á