Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 73
MORGUNN
67
hann er nógur til þess, að hvor stefnan bætir aðra upp
og mundu báðar græða á því að fallast i faðma og sam-
einast. Eg skal geta þess, til þess að fyrirbyggja allan
misskilning, að enda þótt eg hafi gefið í skyn, að guð-
spekingar og spíritistar væru sem tveir hálfgildings óvina-
herir, þá er andúðin þó nú orðið, a. m. k. hér á landi, að
mestu leyti fólgin í óvirku afskiftaleysi, og er sannleikur-
inn sá, að djúpið á milli þessara tveggja flokka hefir all-
mikið færst saman, en ekki breikkað, á síðustu árum. Er
það gleðilegt tákn þess, að mennirnir vaxa að víðsýni og
skilningi, þótt hægt miði að vísu áfram í þá átt. Þeim er
að skiljast það betur og betur, að þeir eru að meira eða
minna leyti þátttakendur i sameiginlegri leit eftir sannleik-
anum, og eiga að hjálpast að í þeirri leit. Eg mun i þessu
erindi taka guðspeki og spíritisma til athugunar frá sjónar-
miði manns, sem er gagnkunnugur báðum stefnunum og
báðum vinveittur. Mun eg hafa þá aðferð, er eg hefi
stundum viðhaft áður, þ. e. a. s. leysa málið upp i ákveðn-
ar spurningar og svör. Með þeim hætti er oft hægt að
komast krókalítið að aðalatriðum hvers máls: Fyrsta spurn-
ingin verður þá á þessa leið:
1. spurning. Hvað er það, sem guðspeki og spíri-
tismi geta sérstaklega sameinast um?
Svar. Þessum tveim stefnum er ákaflega margt sam-
eiginlegt, svo margt, að þær geta með réttu talist systra-
stefnur eða systrahreyfingar. Verður hér aðeins drepið á
hið helsta sem einkennir þær báðar. Báðar halda þær þvi
fram, eins og kunnugt er, að maðurinn lifi líkamsdauðann,
°g að þetta líf sje þvi merkilegur undirbúningstimi undir
nnnað líf. Lýsingum þeirra á lífinu eftir dauðann ber mjög
saman í öllum aðalatriðum, að öðru leyti en því, að þær
nota ekki altaf sömu nöfn á því, sem þær lýsa, en það
skiptir ekki miklu máli. Báðar halda því fram, að unt sje
að komast í samband við annan heim og framliðna menn,
5*