Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 9
MORGUNN
3
Hefir »Morgunn« borið fram þau sönnunargögn, sem
telja megi að færi jákvæð rök fyrir fyrstu spurningunni?
Við höfum hér á landi engin önnur spiritistísk tímarit, en
ef vér berum þetta málgagn okkar saman við málgögn
samherja okkar í öðrum löndum, sjáum við, að þeim til-
gangi, sem því var settur, hefir það þjónað samvizkusam-
lega og skynsamlega. Alstaðar erlendis kemur sú tilhneig-
ing að meiru eða minna leyti fram, að yfirgefa sannana-
grundvöllinn, en sækjast eftir ósönnuðum eða ósannanleg-
um fullyrðingum uin tilveruskilyrðin í andaheiminum. Þess-
arar tilhneigingar hefir vitanlega nokkuð gætt hér, en
»Morgunn« hefir gert sitt til að halda henni niðri og
halda málinu hér á landi í heilbrigðu horfi, og ef vér les-
um sum timarit, sem spíritismanum eiga að þjóna með
öðrum þjóðum, einkum vestan hafs, sjáum vér, hve vel
hefir verið á málunum haldið hjá okkur; þar eru menn
víða algerlega hættir að spyrja um sannanir, én hlaupa
eftir allskonar fullyrðingum, sem í gegn um miðla koma,
hlaupa eftir slíku dómgreindarlaust og án þess að rann-
saka. Þessi hætta vofir alstaðar í heiminum yfir spíritism-
anum. Við getum verið ákaflega þakklát fyrir það, hversu
okkar tímariti hefir verið haldið fjarri slíku. Ef vér förum
yfir þann fjölda af tímaritum um sálræn efni, sem kemur
út með öðrum þjóðum, verða einnig fyrir okkur há-vísinda-
leg tímarit; þau hafa sitt tvímælalausa gildi, þar sem þau
birtast, en hér hjá okkur er eðlilega nokkuð öðru máli að
gegna; hér er það almenningur, sem okkar tímarit les,
raunar skynsamur og athugull, en vitanlega ekki vísinda-
lega mentaður. Þessvegna álit eg, að »Morgni« hafi verið
stefnt í nákvæmlega rétta átt; hann hefir reynt að ná eyr-
um hleypidómalausra hugsandi manna og aðalverkefni hans
hefir verið að flytja þessum mönnum þær sannanir, sem
skynsamir og sanngjarnir menn komast ekki undan að við-
urkenna.
Sú tegund andmæla gegn sönnununum, sem eg hygg
að hér sé langsamlega algengust, er tilgátan um hugsana-
1*