Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 34
28
MORGUNN
geri ráð fyrir að allur þorri manna hugsi i þvi efni líkt
og Grímur Thomsen segir í kvæðinu Excelsior. Hann er
að yrkja um hugmyndir sínar um annað líf og kveður
svo að orði:
Ein er þar kirkja undra há,
sem öllum býður rúm,
kærleiks að hlýða kenning á
komnum af ýmsum trúm;
frá hverri tíð og úr hverjum stað,
hver sem hann vera kann,
engum er þaðan útskúfað
elski hann sannleikann.
Hvort Buddhas þessi, heiðnum hinn
haliaðist kreddum að,
þriðji kendist við kóraninn,
kemur i sama stað,
hið sanna ef hann að eins vill,
eins er hann velkominn;
mörg kristins villa manns var ill,
en minni vorkunin.
Þá hugsa menn ekki heldur um óskeikulleik og guðlegan
innblástur allrar ritningarinnar. Fræðsla sú, sem hér á landi
var veitt um biblíurannsóknir veldur þar mestu um. Dr.
Björn B. Jónsson í Winnipeg segir í erindi, sem prentað
er í Kirkjublaðinu: »Aldamóta'guðfræðin þýzka, sem svo
geyst hélt innreið sína til landsins fyrir 30 árum, .hefir
hjaðnað niður«. Þetta er mikill misskilningur. Áhrif hennar
hafa að sumu leyti orðið óafmáanleg i hugum fólksins,
þó að ekkert sé verið um hana að skrifa. Hún losaði urn
ýms bönd, sem mikil þörf var á að leysa. Það er að eins
ein hlið á áhrifunum, sem hefir hjaðnað — vantrúin á
máttarverkin, sem Nýjatestamentið skýrir frá. Og það er
því að þakka, að árangur sálarrannsóknanna hefir verið
boðaður hér á landi. Af þessari sömu boðun stafar það,
að trúin á framhaldslífið hefir styrkst margfaldlega og