Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 103
MORGUNN
97
Grímur Thomsen.
Grímur Thomsen: Ljóðmæli. Heildar-
útgáfa. Útgefandi Snæbjörn Jónsson. The
English Bookshop. Reykjavik 1934.
Mikill og gleðilegur viðburður er það í bókmentum
vorum, að heildarútgáfa er komin út af kvæðum Gríms
Thomsens. Þau eru gefin út í tveimur bindum, og engar
islenzkar bækur munu vera prýðilegri ásýndum. Flestum
mun vera það ljóst nú, að G. Th. var einn af stórskáld-
um þjóðar vorrar. Þess vegna geri eg ráð fyrir, að mönn-
um þyki nú nokkuð kynlegt að hugsa til þess, að þegar
fyrst kom út dálítið kvæðasafn eftir hann fyrir 54 árum,
var það dæmt leirburður. Ekki þurfti nema einn ritdóm
til þess að stöðva að fullu söluna á bókinni, og sú stöðvun
snun hafa haldist um einn áratug.
Gr. Th. vissi það sjálfur, að honum var stundum örð-
ugt um kveðandi. Við erindi, sem hann orti til Páls Ól-
afssonar, hafði hann að fyrirsögn: »Til þess hagmæltasta
skálds á íslandi, frá því stirðorðasta«. G. Th. virðist ekki
æfinlega hafa verið fyllilega ljóst, hvernig rétt setning
stuðla ætti að vera í Ijóðum. Fyrir því lögmáli hafði aldrei
verið gerð grein, fyr en síra Jóhannes L. Jóhannesson
gerði það í Timariti Bókmentafélagsins 1895. En þess hafði
ekki verið þörf. Nálega hver smaladrengur, a. m. k. á
Norðurlandi, fann það, hvort vísa var rétt ort. Þessi örð-
ugleiki skáldsins var blásinn út, og fram hjá hinu gengið,
að það, sem G. Th. sagði í ljóðum, var á einhverri þeirri
magnmestu íslenzku, sem nokkur maður hefir látið frá
sér fara.
Ritdómurinn, sem eg gat um, mun ekki hafa valdið
öllu um þær viðtökur, sem ljóðakver G. Th. fékk. Það var
auðvelt verk að spilla fyrir því. Stjórnmálastefna skáldsins
7
x.