Morgunn - 01.06.1935, Side 50
44
M0R6UNN
vekja hann með nokkurum erfiðismunum, en um síðir gát-
um við þó fengið hann með okkur þangað sem óheilla-
steinninn var geymdur. »Þú þekkir sennilega töfrasteina
landa þinna«, mælti eg; »okkur langar til að sýna þér einn
slíkan, er við þekkjum ekki, og fá að vita, hvort þú hafir
nokkuru sinni séð slíkan grip«.
»Eg þekki þá«, sagði Freddie hróðugur, »enginn steinn
meiðir Freddie«.
»Ágætt«, sagði eg um leið og eg rétti honum dumb-
rauða steininn. Hanri tók við honum, en alt í einu var
eins og einhver ósegjanleg skelfing hefði gripið hann, eða
hann hefði snert á glóandi járni. Hann æpti upp yfir sig
í skelfingu, henti steininum og þaut á dyr. Vinur minn
horfði á mig alvörugefinn. »Grunur minn virðist réttur. í
hamingju bænum náðu aítur í Freddie og fáðu að vita
meira um þennan djöfullega stein«.
Eg flýtti mér af stað og eftir alllangan tíma hitti eg
einn af þjónunum á veitingahúsinu. Sagði hann mér kyn-
Iega sögu af háttalagi Freddies. Hann kvaðst hafa verið að
hreinsa til og gera ýmsa snúninga; þá hefði hann tekið
eftir, að í horni húsagarðsins hefði logað eldur og hann
hefði því farið að forvitnast um, hvernig á því stæði. Sá
hann Freddie þar við eldinn. Hafði hann atað hendur sín-
ar í leðju og hélt þeim í loganum. Enga skýringu fekst
hann til að gefa á þessu háttalagi sínu, svo veitingaþjónn-
inn rak hann burt. Að lokum rakst eg á hann, þar sem
hann sat í hnipri undir tré einu. Hann ætlaði þegar að
leggja á flótta, en eg náði honum og hélt honum föstum-
Eg fekk ekkert orð út úr honum, hvorki með illu eða
góðu; hann virtist helzt vera búinn að missa vitið. Ein leið
var hugsanleg. Eg neyddi hann til að fara heim með mér,
og gaf honum vel í staupinu, og að nokkrum tima liðnum
var hann aftur orðinn líkur sjálfum sér.
»Segðu mér nú alt, sem þú veizt, um dumbrauða
steininn«.
En þegar eg mintist á steininn, var eins og hann af-