Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 15
M 0 R G U N N
7
endur og eins skynjað, sem hæfileika hafa til að greina
þetta annað umhverfi? Eða með öðrum orðum: lifir
fundamental hluti hvers einstaklings það, sem vér nefn-
um dauða?
Þetta er blátt áfram vísindaleg spurning, sem ætti að
vera kleift að svara. Ef einstaklingurinn er ennþá til, má
búast við að honum sé unnt að sanna tilveru sína með
líkum aðferðum og hann notaði á jörðunni. Hvernig
vissum vér að hann var til hér? Líkamsmynd hans þekkt-
um vér með því að sjá hana og finna. En líkamsmyndin er
ekki nema einn hluti mannsins. Hvernig lærðum vér að
þekkja huga hans, skapgerð og persónuleika? Visulega að
mestu með því að hafa munnlegt og bréflegt samband, sálu-
félag, við hann.
Ef persónuleiki hans heldur áfram að vera til, og ef
hann finnur sér á nokkurn hátt unnt að hreyfa og stjórna
líffærakerfi annars, jarðnesks, manns til að framleiða
tal eða skrift, þá virðist skynsamlegt að hugsa sér, að með
þessu móti gæti hann sannað oss nærveru sína og þar
með því að hann lifir enn. Tæki til þessa eru alstaðar
umhverfis oss, fullkomin heila-, tauga- og vöðvakerfi ann-
arra einstaklinga. Ennfremur vitum vér, að sumir þessara
einstaklinga geta fallið í dásvefn, trans. Og enn vitum vér
að viss hluti af heila þeirra er ekki í stöðugri notkun,
heldur stundum að meira eða minna leyti í dvala, og að
þá er hægt að ná valdi yfir honum með sérstakri aðferð.
Að nota slíkan heila, eða brot af honum, sýnist eðlilegur
farvegur fyrir látna, til að ná sambandi við oss, ef slíkt
er unnt.
Það er gagnslaust að vera með heilabrot og bollalegg-
ingar um hvort slíkt sé mögulegt, eða ekki. Vér verðum að
læra af staðreyndunum. Allt ,sem vér getum sagt er, að
ef staðreyndirnar benda til þess að slíkt samband sé
mögulegt, má engin fyrirfram mynduð skoðun aftra oss
frá að viðurkenna þá staðreynd. Hér er um blákalt reynslu-
atriði að ræða. Mönnum kann að þykja þetta ósennilegt,