Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 38
30
MORGUNN
án þess að hinir fundarmennirnir heyrðu neina hreyf-
ingu eða yrðu varir við að nokkur færi á milli stólanna
í hringnum (sem voru í aðeins kringum átta þumiurga
fjarlægð hver frá öðrum), og án þesss að við heyrðum
lyklinum snúið í skránni, eða hljóðið í hurðinni, þegar hún
var opnuð og látin aftur. Þá hefði „h]álparmaðunnn“,
þegar hann hefði fylgt miðlinum a')a leið að hlöðunni,
þurft að læsa hann inni, og síðan að hverfa aftur til fund-
arherbergisins, án þess að eftir honum hefði verið tekið.
Þetta hefði honum visulega ekki tekizt, því að jafnskiótt
og miðilsins var saknað, kveiktum við á rauða ljóstnu í
fundarherberginu, og þá vantaði engan af fundarmönn-
um. Það er þess vegna gagnslaust að ræða svo fánýtar og
fjarstæðar tilgátur. Því að svefngöngutilgátan og tilgát-
an um „hjálparmenn“ getur ekki staðizt rannsókn stað-
reyndanna, og maður er neyddur til að játa að hér rek-
umst við á ósvikið fyrirbrigði, þar sem lifandi maður er
fluttur í gegn um heilt (apportation eða transportation
lifandi manns). Mér er ljóst að slíkt fyrirbrigði hlýtur
að virðast svo furðulegt og ótrúlegt, að meiri hluti les-
anda minna, sem ekki voru sjálfir viðstaddir, geta ekki
fallizt á að það geti átt sér stað. Allt sem við getum sagt
til andsvara við þessa efasemdamenn, er að vitna í ein
ummæli prófessors Richets: „Já, þið hafið á réttu að
standa, við erum að lýsa ómögulegu fyrirbrigði og samt er
það satt“ ! Með öðrum orðum: Staðreyndir eru staðreyndir,
og það er alveg fánýtt og óvísindalegt, að mótmæla þeim.
því að okkar grófu skynfæri geta ekki gagnrýnt leyndar-
dóma tilverunnar“.
Hér verður nú að láta staðar numið í rökræðu prófess-
orsins, enda þótt hann ræði enn all-ítarlega um mögu-
leikann til þess að þetta fyrirbrigði gerðist, og hvaða
leið var farin í framkvæmd þess. Það, sem hér hefir verið
tekið upp, er úr grein, sem próf. Bozzono birti birti í sept.
—okt. hefti tímaritsins Luce e Ombra 1928, og tekin er
í enskri þýðingu upp í bók frú Hack, þar sem hún skýrir