Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 75
MORGUNN
67
en frásögn þeirra er ekki nákvæmlega rétt, frekar en
hinna hinumegin. Margir undursamiegir og sannir spá-
dómar eru þekktir og þessi máttur mannsandans styður
þá staðhæfingu, að maðurinn sé andi.
Til munu vera þeir, sem neita því, að fjarhrif séu til,
en nálega allir, sem hafa kynnt sér þau og reynt að skýra
þessi fyrirbrigði, hafa játað þau, því að annars væru
þeir neyddir til að telja þau sönnun fyrir framhaldslífi.
Að játa, að fjarhrif séu til, er ekki sama og að geta út-
skýrt þau, það er að eins að gefa nafn fyrirbrigði, sem
vér skiljum ekki. En eitt er víst, að ef vér játum þau, þá
játum vér um leið, að mannleg vera getur beitt áhrifum
sínum, fjarlægð, á aðra veru, á sama hátt og þeir, sem
yfir um eru komnir, geta beitt áhrifum sínum á þá sem
á jörðunni búa. Með öðrum orðum, þetta er máttur, sem
andar nota, en sem menn á jörðunni geta stundum einnig
notað. Hið sama má segja um dulskyggni, sem aðeins má
skoða sem aðra leið til þess að skýra mörg atriði
fjarhrifa. Það getur oft verið, að sá, sem er að taka
á móti hugskeytum og boðum úr fjarlægð, verði sjálfur
var við hvað fram fer á fjarlægum stöðum og flytur
þá boðin milliliðalaust. Andar sjá hver annan og hinn
skyggni maður, sem sér þá og lýsir þeim, notar aðeins
þann mátt, sem hann mun ávallt nota, ef hann lifir eftir
likamsdauðann. Sama er að segja um dulheyrn; sá, sem
hefir þan hæfileika, heyrir raddir, sem aðrir hér á jörð-
inni heyra ekki, en þeir munu heyra þær, í framhaldslíf-
inu.
Það eru í raun og veru ailmiklar sannanir fyrir því,
að með manninum leynist ailur sá máttur, sem andar þeir,
sem vér erum í sambandi við, eiga yfir að ráða, og oft
eru þeir dásamlega þroskaðir í vissum lifandi mönnum.
Nánar til tekið, það virðist vera til huglíkami (eterlíkami)
í sambandi við jarðneska líkamann, og eftirmynd hans,
sem fylgir honum venjulega í jarðneska iífinu, en getur
undir vissum kringumstæðum yfirgefið hann og stundum
5*