Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 81
M 0 R G U N N
73
Sönnun sem sannfærir.
Eftir séra Owen Redington Washburn.
Ritstjórnargrein í Light 12. des. 1940 fjallar um, að
margir gjöri tilraun til þess með óhrekjandi sönnun að
sannfæra þá, sem ekki trúa á framhaldslíf. Þeir ættu að
hætta þeim tilraunum. Afdráttarlaus sönnun, skynsemis
sannanir sannfæra ekki. Barátta þeirra, sem vita, að hinir
dánu lifa og hafa samband við oss, er ekki til pess að bera
fram óhrekjandi sannanir. Þeir gjöra það til þess að veita
þeim sem ekki eru herfilega skilningssljófir, herfilega
kreddufullir, herfilega óeinlægir, herfilega fáfróðir og
þeim sem eru óupplýstir, þá sönnun, sem fullnægir til hlít-
ar hverjum þeim, sem óskar að vita sannleikann.
Þó að birt verði skeyti það, sem Sir Oliver Lodge hefur
látið eptir í innsigluðum umbúðum, þá mun það ekki sann-
færa þá, sem vita um þær sannanir, sem til eru, en hafa
hafnað þeim. Houdini lét á sama hátt eptir sig innsiglað
skeyti í dulmáli. Kona hans viðurkenndi það, að maður
hennar hefði sannað sig eftir dauðann með því að segja til
hvað í innsiglaða plagginu stæði, og undirritaði skjal stað-
fest af þremur vottum. Ég hef þetta skjal ljósmyndað í
skrifborðinu mínu og það er til á þúsundum annarra staða,
en þó má enn heyra í útvarpi og lesa í blöðum undrunar-
spurninguna: „Hvers vegna kom Houdini ekkí aptur?“
En þetta skilningsleysi mætir oss í fleiri efnum en því,
að framliðnir komi aptur. Árið 1903 flugu bræðurnir
Wilbur og Orville Wright í fyrsta sinn í vél, sem var þyngri
en loptið. Blað, þar sem þeir áttu heima, Dayton Journal,
minntist ekki á það. Fjórum mánuðum seinna tóku bræð-
urnir að fljúga yfir kúahaga. Strætisvagnarnir í útjaðri
borgarinnar óku fram hjá vellinum, þúsundir manna
horfðu á flugið og á næsta ári flugu þeir 24 mílur. Ritstjór-
ar blaðanna sem áttu þar heima í borginni, trúðu því ekki,