Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 37
M O R G U N N
29
útidyr kastalans, liinar stóru útidyr á gripahúsunum og
litlu dyrnar á hlöðunni. Hvernig komst miðiilinn þangað?
Hvernig gerðist það? Að litlu dyrnar á hlöðunni voru iæst-
ar, og að lykillinn var í skránni að utan verðu, útilokar
algjörlega möguleikann á því að miðillinn hafi farið á
milli með venjulegum hætti, eða gengið í svefni. Menn
gæti þess, að þá örstuttu stund, sem leið frá því að mið-
illinn hrópaði: „Ég finn ekki lengur til fótanna á mér“,
og þangað til hann var horfinn, ríkti algjör þögn í her-
berginu, svo að það hefði verið ógerlegt fyrir hann að
hreyfa sig nokkuð, án þess að það heyrðist, og urgið í
lykli, sem snúið hefði verið í skránni eða hljóðið í hurð,
sem hefði verið opnuð og lokað, hefði heyrzt enn betur.
Og- þá er ekki tekið tillit til þess, að ef miðillinn hefði
gengið í svefni, þá var ómögulegt fyrir hann, þegar hann
var einu sinni kominn út fyrir dyrnar, að læsa þeim á
eftir sér, og skilja lykilinn eftir í skránni að innan verðu.
Það er þess vegna gjörsamlega gagnslaust að koma með
þá tilgátu, að miðilUnn hafi gengið í svefni út úr fund-
arherberginu. Sú tilgáta getur ekki staðizt, því að hún
stangast á við staðreyndirnar. Annað atriði er mjög at-
hyglisvert, nefnilega, að til þess að framkvæma brott-
flutning eða „tilburð“ miðilsins, og til þess að þeir, sem
fóru að leita, gætu fundið lyklana í skránum eins og við
fundum þá, myndi þurfa tvo menn í samvinnu. Þá myndi
svefngöngutiigátan falla til jarðar, en aðra tilgátu mætti
setja fram í hennar stað, að falsmiðill, sem af leik, eða
til að afla svikasannana fyrir fölsuðum yfirnáttúrlegum
mættið hefði tryggt sér hjálparmann til að hjálpa sér
með því að læsa hann inn í hlöðunni, og skilja lykilinn
eftir í skránnni að utan verðu. En eftir þessari tilgátu
væri nauðsynlegt, að „hjálparmaðurinn“ væri einn af
fundarmönnum, því að hann yrði að vera í fundarherberg-
inu, þegar tilraunin byrjaði, tilbúinn til þess að læsa aft-
ur dyrunum, eftir að miðillinn hefði læðzt út og skilja
lykilinn eftir í skránni; og þetta hefði hann orðið ao gera