Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 76
68
MORGUNN
sést á fjarlægum stöðum. Vísindamenn geta ekki skýrt
eðli mannsins með efnishyggjunni, og þeir finna í honum
dulræða hluti, sem vel getur verið hin ódauðlega sál, en
tilveru hennar álíta spiritistar fullsannaða.
Þetta er æðsta og veigamesta sönnunin fyrir framhalds-
lífi eftir líkamsdauðann, að sönnuð sé tilvera sálarinnar.
Lauslega þýtt.
Þ.
Ástvinir íinnast,
jarðnesk kona og látinn maður.
Sannanamiðillinn frægi, frú Leonard, sem öllum les-
endum Morguns er kunn, missti mann sinn í febrúar
1935. Um banalegu hans og burtför af þessum heimi reit
hún bók, sem komin er út fyrir fáum árum, og heitir „The
Last Crossing“. Bókin fjallar að nokkru um sama efni
og grein hr. Einars Loptssonar, sem birtist á öðrum stað
hér í ritinu, og sýnir hversu mikið frúin gat gert til að
létta manni sínum síðustu stundir hans og andlátið, bæði
með þolinmóðri ástúð sinni, og eins með þeim miklu sál-
rænu hæfileikum, sem hún er gædd. Iljónaband þeirra var
með afbrigðum elskulegt. Þegar frú Leonard kynntist
manni sínum, var hún leikkona, en lagði síðar þann starfa
niður og helgaði sig algerlega miðilsstarfinu, sem ótelj-
andi margir hafa hlotið mikla blessun af, og stóð maður
hennar þar við hlið hennar og hvatti hana og örvaði á
alla lund, en við mikla örðugleika var að stríða. Eftir að
hann var andaður, sá hún hann hvað eftir annað og vissi
um nálægð hans, en það nægði henni ekki. Frúin er mikil
trúkona og bað Guð tvisvar á hverjum degi um, að sér
leyfðist að koma til hans í svip, og sjá hann í hans sanna