Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 39
MORGUNN
81
frá ýmsum dulrænum fyrirbrigðum, sem gerðust í Mille-
simo kastala, meðan hún dvaldist þar sem gestur, en bók-
in heitir: „Modern Psychic Mysteries, Millesimo Castle,
Italy“. Öll frásögnin um þennan atburð, sem hér hefir
verið skýrt frá, tekur þar yfir 40 þéttprentaðar blaðsíð-
ur í stóru broti. Er þar meðal annars birt vottorð, undir-
ritað af fundarmönnum,, um áreiðanleik frásögu próf.
Bozzanos, sem hér hefir verið fylgt.
Þessi atburður, sem hér hefir verið skýrt frá, virðist
vera svo rækilega vottfestur, sem frekast er unnt. Hlið-
stæð fyrirbrigði eru til, og nefnir próf. Bozzano nokkur
þeirra í grein sinni. Þessi fyrirbrigði sanna oss, að undrið,
sem gerist þvert ofan í hina venjulegu reynslu mannanna,
á sér enn stað þann dag í dag. Efagjörnum mönnum færa
þau fyrirbrigði heim sanninn um það, að undrin gátu
einnig átt sér stað í lífi Jesú Krists, og að þær frásagnir,
sem guðspjöllin færa oss um undursamlega birtingu hans
eftir líkamsdauðann, eru ekki blekking eða villa. En það
eru ekki allir, sem eiga þess kost, líkt og prófessor Boz-
zano og félagar hans, að sannprófa sjálíir slík fyrirbrigði,
fiækar en allir fengu að leggja hendur sínar í sáramerkin
á líkama hins upprisna Jesú, líkt og Tómas. Þeir hinir
mörgu, sem verða að láta sér nægja að sannfærast af
vottfestum vitnisburði annara, eru þó ekki á flæðiskeri
staddir. í öllum greinum verðum vér að taka trúanlegan
vitnisburð hinm\ dómbæru sérfræð*inga um þau fyrir-
brigði náttúrunnar, sem er þeirra sérgrein að rannsaka.
Eins er því varið á sviði sálarrannsóknanna. Hið merki-
legasta starf þar er unnið af samvizkusömum og vand-
látum sérfræðingum, og kukl og fúsk á ekki betur við
þar en í öðrum greinum. Og eins og hver fræðigrein vís-
indanna verður að meira eða minna leyti að byggja á nið-
urstöðum annara fræðigreina, eins hlýtur guðfræðin, og
sú hagnýta starfsemi prédikarans og sálusorgarans, sem
á henni byggist, að taka fegins hendi hverri þeirri stoð
frá öðrum vísindagreinum, sem stutt geta hennar eigin