Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 27
MORGUNN
19
Undrið og efinn.
Eftir séra Björn Magnússon á Borg.
Margir munu hafa veitt athygli erindi sr. Jóns Auðuns,
forseta Sálarrannsóknafélags Islands, er birtist í næst-
síðasta hefti Morguns, undir fyrirsögninni: ,,Hvað segir
spíritisminn um Krist?“ Út frá því og fleiri tilefnum, svo
sem ummælum biskups um spíritismann í hirðisbréfi hans,
hafa spunnizt nokkrar umræður um afstöðu íslenzku kirkj-
unnar og spíritismans. Mun það ekkert vafamál, að all-
margir íslenzkir prestar g'eta tekið undir orð biskups um
það, að þeir eigi spíritismanum mikið að þakka, og yfir-
leitt mun mega segja, að spíritisminn hafi fengið vin-
samlegri viðtökur hjá íslenzku kirkjunni heldur en í ná-
grannalöndum vorum. Þó hefir þetta ekki mjög komið
fram á opinberum vettvangi, og tel ég því ekki úr vegi,
þótt ég, sem þjónandi prestur íslenzku kirkjunnar, láti
það koma fram, hverju ljósi spíritisminn hefir getað varp-
að fyrir mig á sannindi kristindómsins. Mun ég þó að eins
benda á eitt atriði, og það að vísu eitt höfuðatriði kristin-
dómsins, sem mér hefur virzt spíritisminn auðvelda til
stórra muna að gera aðgengilegt skilningi áheyrenda
minna. Á ég þar við upprisu Krists, en mun þó í þessu
máli að eins athuga einn þátt þess fyrirbrigðis: Það, hvern-
ig Jesús kemur og fer að luktum dyrum, en er þó áþreifan-
lega nálægur, að því er virðist í efnislíkama, milli þess
sem hann birtist og hverfur.
Að það sé eitt höfuðatriði kristilegra sanninda, sem
spíritisminn varpar hér ljósi yfir, kann að vera dregið
í efa af sumurn, og skal því .aðeins bent á ummæli Páls
postula um það atriði í 15. kap. I. Kor. Páll bendir þar á
það, að með því, hvort Kristur hafi risið upp frá dauðum
eða ekki, standi og falli öll prédikun sín og trú safnaða
sinna, já, meira að segja séu þeir þá glataðir, sem sofn-
2*