Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 46
38
MORGUNN
væri til að láta hann sjáifan njóta áhrifanna frá nærveru
hennar svo vel, sem kostur væri á. Við vorum hljóðir
um hríð og nutum nærveru hennar í þögn, en ósjálf-
rátt hafði ég yfir sálmversið: „Drottinn vakir, drottinn
vakir“. „Já, þetta átti sannarlega vel við“, mælti vinur
minn. „Þetta er í sannleika dásamlegt, ég hefi fengið að
lifa það og reyna, sem skáldið er að lýsa í sálminum. Þú
veizt, að ég hefi trúað og treyst handleiðslu guðlegrar
forsjónar allt mitt líf, að trúin á Guð hefir verið friður
og öryggi lífs míns. Ég veit, að ég hefi oft hlotið bæn-
heyrzlu á liðnum æviárum mínum, en mig óraði aldrei
fyrir því, að Guð myndi bænheyra mig svona dásamlega“,
og fegnistár ósegjanlegrar sælukenndar glitruðu í augum
hans. „Og þó er maður stundum að kvíða fyrir því að
stíga þessi spor“, bætti hann við. „Mikiil misskilningur
getur þetta verið“. En ég var áreiðanlega ekki sá eini,
sem fann til þess, að við banabeð hans væri gott að dvelja.
Ég held, að flestir þeirra, sem þar höfðu nokkra dvöl,
hafi fundið það greinilega, að þar voru þeir ekki veit-
endur, heldur þiggjendur.
Eftir því sem lengur leið, fór hann að verða greinilegar
var við návist frá öðrum heimi og skynjun hans á þessu
skýrðist smátt og smátt. Hann sagði mér oft frá því, að
hann yrði þess stundum greinilega var, að sér væri með
einhverjum hætti kippt burt úr efnislíkamanum, þegar
þrautirnar yrðu sérlega tilfinnanlegar. Hann sagði mér, að
þá væri hann einatt á ferð um fornar stöðvar eða gisti
yndisfagra staði, sem hann hefði aldrei áður litið. Mér var
ljóst, að þessar stundir hvíldi hann í einhvers konar höfga,
sem þó virtist ekki líkjast venjulegum svefni. Stundum
bar það við, að hann segði mér samtímis frá því, sem
fyrir hann bar og einu sinni sagði hann frá atviki, sem
var að gerast þar í grennd, sem hann gat ekki hafa hlotiö
vitneskju um með venjulegum hætti. Ég varð þess fljótt
var, að honum þótti mjög vænt um að geta rætt um þetta
við mig í fullum trúnaði, „flestir myndu kalla þetta, sem