Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 17
MORGUNN
9
hverjum hlut, hverjum steini, viðarbút og hverri skepnu,
er haldið saman af samloðunarafli etersins. En af því
leiðir aftur það, að hver einstakur hlutur saman stendur
ekki einvörðungu af efnislíkamanum, heldur einnig af
eterlíkama, að öðrum kosti mundi enginn hlutur loða sam-
an, atómurnar mundu leysast í sundur og hluturinn verða
eins og duft.
Þarna erum vér búin að finna skýringartilgátu, sem
staðreyndirnar veita a. m. k. mikinn stuðning, þótt þær
geri hana ekki óumflýjanlega.
Þar sem vér nú vitum, að lífið verkar ekki beint á vöðv-
ana, heldur óbeint á þá, með taugarnar og höfuðtauga-
hnútana sem millilið, getum vér gengið feti framar og
gizkað á, að lífið verki á taugahnútana með eterinn sem
millilið. Allar líkur benda á það, að lífið verki beint á
eterinn, en eterinn aftur á efnið, og að þannig gei'ist all-
ar hreyfingar í efninu....
Vér skulum gera ráð fyrir að það sé rétt, sem lífeðlis-
fræðingarnir hyggja, að líf og hugur þarfnist einhvers
efnis til að starfa í, en vera má að það sé einhver allt
önnur tegund efnisins en sú, sem vér þekkjum.---------
En þetta hefir einnig.verið skoðun trúarlegra mikilmenna,
allt frá dögum Páls postula. Það sem þeir nefndu „and-
legan líkama“, er nú sennilega að verða sönnuð staðreynd.
Því að vér erum að komast að raun um, að þessi jarð-
neski líkami vor — eða þeir hlutar hans, sem rannsak-
aðir eru með smásjám í vinnustofum vísindamannanna —
er aðeins tæki, sem annað miklu staðbetra og fínna efni
verkar á, gegnsýrir og hreyfir, og gerir oss jafnframt
mögulegt að eiga mök við aðra menn.
Fyrstu bendinguna um, að slíkt samfélag manna,' án
hjálpar hins jarðneska efnis, væri mögulegt, fengum vér,
þegar fjarhrifin urðu sönnuð, nefnilega það, að hugur
getur verkað á annan huga, án þess að þar komi skilning-
arvitin til greina. En enn meira hefir komið upp úr kaf-
inu, nefnilega það, að þeir, sem horfnir eru úr jarðlífinu