Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 59
MORGUNN
51
kallaðan „Sígöjna-leik“, sem var í því fólginn, að hver
eftir aðra þóttumst við spá hver fyrir annarri. Þegar
röðin kom að mér að vera Sígöjna-konan, byrjaði ég fyrst
í gamni að segja skólasystrum mínum um unnusta þeirra
o. s. frv., en stundum féll ég svo í einhverskonar draum-
kennt ástand, ég missti meðvitund um umhverfi mitt og
hélt áfram að tala með lokuð augu. Þegar ég kom til
sjálfrar mín aftur, voru stúlkurnar stundum í mesta upp-
námi og sögðu mér, að ég hefði talað svo undarlega, en
sjálf hafði ég enga hugmynd um, hvað ég hafði sagt. Þá
voru þær vanar að segja: „Nú hefir Annie verið að spá
aftur“.
Ég minnist nú sérstaklega eins slíks atviks. Það var síð-
degishlé í skólanum og ég var að koma til sjálfrar mín,
eftir að hafa enn einu sinni fallið í þetta kynlega ástand.
Lítill hópur af stúlkunum stóð umhverfis mig. Þær voru
lágmæltar og sýnilega skelkaðar. Ein þeirra var grátandi,
vegna þess að ég hafði sagt henni, að móðir hennar hefði
dáið þenna sama eftirmiðdag. Hinar leiddu hana til skóla-
stýrunnar, sem kallaði mig fyrir sig og ávítaði mig. Ég
vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og neitaði eindregið
að hafa sagt það, sem ég var ásökuð um, en skólastýran
skrifaði tafarlaust kærubréf á mig til foreldra minna.
Þegar þessi skólasystir mín kom heim til mín, var móðir
hennar dáin og hvert einasta atriði, sem ég hafði sagt
henni úti á leikvellinum, reyndist nákvæmlega rétt.
Enn langar mig að segja frá aðeins einu atviki æskuára
minna.
Margsinnis og við ólík tækifæri, hafði það komið fyrir,
að gamall maður hafði komið til mín að næturlagi, vakið
mig og beðið mig að fara á fætur og sækja móður mína.
Móðir mín trúði þessu alls ekki í byrjun, en þar sem hann
lét ekki af þessu undarlega framferði, og þrábað mig, að
sækja móður sína, fór hana að gruna að eitthvað kynni
flð vera í þessu og sagði mér, að ég skyldi spyrja hann
að heiti. Næsta sinn, er hann kom til mín, virtist herbergið
4*