Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 82
74
M 0 R G U N N
og birtu ekkert um þennan atburð. En þá komu svo margir
á skrifstofu eins blaðsins, til þess að spyrja um þessa nýj-
ung, að ritstjórinn fór út og horfði á flugið. Hann sagði
við bræðurna, að þeir skyldu láta hann vita, ef þeim tækist
eitthvað óvanalegt, en prentaði ekki einn staf um þennan
þýðingarmesta vísindalega atburð vorra tíma. Fjórum ár-
um seinna bauð Theodore Roosevelt, sem þá var forseti,
að rannsaka skyldi þessa uppgötvun. Það var þó ekkert
rannsakað. Enginn trúði þessu, því að Simon Newcomb,
mikill vísindamaður hafði sannað, að það væri ómögulegt.
Það þurfti fjögur ár og að útlendar þjóðir tækju aðsækjast
eptir að fá einkarétt á uppgötvuninni til þess að almenn-
ingur léti sannfærast.
Nákvæmlega hið sama á sér stað um hinar vísindalegu-
sannanir fyrir sambandi við framliðna menn. Vér eigum
ekki við að stríða vantrú, sem sprottin sé af skorti á sönn-
unum, heldur við mannlega tregðu til að hugsa, til að
breyta gömlum skoðunum og til að leyfa sönnunum að
sigrast á blindri fastheldni, efnishyggju og sjálfbyrgings-
skap.
Kr. Daníelsson, þýddi.
Vitrun veldur sinnaskiptum.
„Af ávöxtum þeirra skulið þér þekkja þá“, sagði Kx-istur
forðum, og vissulega höfurn vér engan mælikvarða betri á,
hvert verðmæti býr í andlegum stefnum og straumum, en
þann ávöxt, sem sýnilegur verður í lífi þeirra manna, er
aðhyllast þau heils luigar.
Það er raunar ekki öllum gefið að sýna trú sína með
verkunum, svo að taki af öll tvímæli um lífsgildi hennar,
en þessa kröfu verðurn vér engu að /ður að a; ,ra, því að vér