Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 80
72
MORGUNN
fara að tala aftur, en þá gerði ég mig seka um mikla
heimsku.
Ég hugsaði skyndilega með sjálfri mér: „Þegar ég kem
aftur í líkama minn, sem liggur í sumarhúsinu, skal ég
aldrei oftar láta það eftir mér, að gefa mig á vald dapur-
leika að einstæðingstilfinningum. Ég skal lifa á þessari
dásamlegu reynslu, sem Guð hefir af náð sinni gefið mér;
aldrei skal ég oftar biðja um neina blessun fyrir sjálfa
mig. Nú skal ég verða hamingjusöm af því að ég veit hve
staðurinn er dásamlega yndislegur, sem ástvinur minn
lifir á.“
En um leið og ég hugsaði til jarðneska líkamans í sum-
arhúsinu fann ég hvernig ég dróst frá manninum mínunv
ströndinni og öllu umhverfinu, og um leið fann ég hvernig
ég sveif óðfluga gegnum rúmið, eða fram hjá því, alveg
ems og ég hafði fundið meðan ég var á leiðinni frá líkam-
anum í sumarhúsinu.
Ég fann hvernig ég hvarf inn í jarðneska líkamann, sem
lá eins og ég hafði skilið við hann. Ég kenndi þá nokkurs
sársauka-----------en hann hvarf fljótt------og ég var
samstundis vakandi með lifandi endurminning um hvert
smáatvik þess, sem ég hafði séð og heyrt. Og það sem dá-
samlegast var af öllu, ég varðveitti enn hina dýrlegu sælu-
tilfinning, sem hafði gripið mig hinu megin.
Ég rétti út hönd mína eftir úrinu. Það var hálf þrjú, svo
að, að svo miklu leyti sem ég veit, hafði ég dvalið á þessu
annars heims sviði h. u. b. hálfa klukkustund.
Þessi tilfinning fagnaðar og sælu var enn yfir mér í
nokkrar mínútur, þá hvarf hún hægt og hægt, eins og hún
væri of fín, sveiflur hennar of háleitar til að leika á mitt
grófa líkamsverkfæri í hinu þunga, jarðneska umhverfi.
En þó þessi fagnaðarsæla væri horfin mér gat ég samt end-
urkallað eitthvað af fegurð hennar. Ég veit hvaða gildi hún
hafði fyrir mig og einhvern daginn eignast ég hana aftur
að fullu og öllu.
J. A. þýddi.