Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 25
MORGUNN
17
Sannleiksleit.
Ávarp forseta, þegar fyrsti fundur S. R. F. í. var
settur í Háslcólabyggingunni, febr. 19^1.
Um leið og ég býð yður öll velkomin hingað á nýjan
fundarstað, vil ég sérstaklega bjóða velkominn hingað
hinn virðulega rektor Háskóla íslands og nota tækifærið
til að þakka honum þá gestrisni hans, að ljá oss húsrúm
hér í þessari byggingu, sem öll þjóðin lítur til með lotn-
ing vegna þess, að hún á að vera musteri mannvitsins og
þekkingarinnar með þjóðinni.
Innan þessara veggja á að rúmast margvíslegt starf,
sem þó á allt að bera eitt og sama aðalsmerkið: Það á að
vera sannleiksleit. Það á að vera síhungruð sókn lengra
og dýpra inn í leyndardóm tilverunnar. Það á að vera sí-
felld viðleitni til að draga hvert tjaldið af öðru frá þeim
sannindum, sem mannkyninu eru hulin, en það þráir að
þekkja. Það á að vera markviss sókn eftir þeim „Próme-
þeivs eilífa eldi“, sem bregður birtu yfir allar þjóðir
jarðar.
Að vorum dómi eru sálarrannsóknirnar þýðingarmesti
þátturinn í þessari miklu leit mannkynsins að sannleik-
anum, þýðingarmesti þátturinn vegna þess, að þær fást
við þýðingarmesta málið: mannlega sál og örlög hennar
út yfir gröf og dauða.
Vissulega er skilningur vor á aineiminum harla tak-
markaður og þekking vor á lögmálum hans mjög í molum,
svo að í ýmsu kann oss að skjátlast, er vér glímum við
dulræðar gátur og drögum ályktanir af staðreyndunum.
Þessvegna vitum vér, að oss ber að vera auðmjúk í leit
vorri að varfærin í dómum vorum og fullyrðingum.
En vegna þess, að vér treystum leiðarljósi mannlegrar
skynsemi, treystum vér einnig því, að vér séum á réttri
2