Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 65
MORGUNN
57
í rúminu sínu heima hjá mér, verður mér gengið yfir að
rúminu hans, meðan ég er að klæða mig, og hvað sé ég!
Ég sé þrjú rennblaut spor liggja frá dyrunum í herberg-
inu og innað að rúmi litla drengsins. Þetta var í maí-
mánuði, albjart var í herberginu, og fór ég nú að gæta
um allt eftir vatni. Ég gáði að, hvort farið hefði niður úr
náttpottinum, en þar var allt óhreyft. Ég gætti að flösku
með drykkjarvatni, sem stóð á borðinu, en hún hafði ekki
verið hreyfð, var full af vatni og glasið kyrrt yfir henni.
Nú lagðist ég niður hjá sporunum og drap fingri í þau
og — þau voru sölt.
Ég vakti manninn minn, og hann sá einnig sporin.
*
Bókarfregn.
Einar Ól. Sveinsson: UM ISLENZAR ÞJÓÐ-
SÖGUR. — Á kostnað sjóðs Margrétar Leh-
mann-Fiihés. Reykjavík 1940.
I.
íslenzkar þjóðsögur eru fyrir margra hluta sakir harla
merkilegar og mikilvægar fyrir oss íslendinga. Þar get-
ur þjóðin, sem í töfraspegli, séð ijóslifandi fyrir sjónum
sér menningu og hugsunarhátt horfinnar aldar og kynnzt
þjóðtrú og þjóðskáldskap liðinna tíma, — þeim undir-
gróðri, sem hin hávaxnari tré og jurtir 'bókmenntanna
eru sprottin upp úr. Þar getur hún því kynnzt betur, en
eþa væri kostur á, eðli sínu og innræti, sjálfri sér til
gagns og skemmtunar. Hinar sérstöku aðstæður hér á
landi og það þó einkum, hvað þjóðin er ung sem þjóð,
hafa og haft mikil og merkileg áhrif á þróun íslenzkra