Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 102
94
M 0 R G U N N
að hætti heimspekinnar, með skarplegum röksemdafærsl-
um einum.
Hugmyndir heimspekinnar gátu engum verulegum alda-
hvörfum valdið í hugmyndum mannanna um dauðann og
framhaldstilveruna, og til þess skorti þær blátt áfram
sannanagrundvöllinn, hun studdist aðeins við kraft sinnar
rökréttu hugsunar, en ekki við sýnilega og áþreifanlega
reynslu, og þessvegna var máttur hennar til að sannfæra
mennina um lífið eftir dauðann svo lítill, sem raun varð
á. Jafnvel beztu og ágætustu menn hennar, sem sjálfir
voru sannfærðir um þessa hluti, sumir hverjir, komust
furðanlega stutt í að sannfæra aðra, nema þá tiltölulega
lítinn hóp náinna lærisveina og áhangenda. Menn láta
yfirleitt ekki sannfærast af heilabrotum annarra manna.
Þeir heimta staðreyndir, sem unnt sé að byggja vissuna á.
Fjórar aldir liðu, og þá fyrst urðu hin
Jesus Krwtur Yniklu aldahvörf. Syrgjandi konur koma úc
að gröf hins krossfesta farandspámanns
frá Nazaret, og þær vei’ða fyrstar til þess að flytja heim-
inum hina geisilega þýðingarmiklu, nýju reynsluþekking:
Ldtinn lifir! Og hvernig má hað nú vera, að það, sem
heimspekingum fornaldarinnar hafði ekki tekizt, tekst hér
alþýðufólki norðan úr GalíJou, sem hvorki hafði vitsmuni
né lærdóm á við hina vitru og lærðu menn? Ástæðan er
blátt áfram sú, að hér er um áþreifanlegar og sýnilegar
staðreyndir að ræða. Jesús Kristur leysti þetta mál á allt
öðrum grundvelli en heimspekin hafði gert. Það er eftir-
tektarvert, hve hann sneiddi hjá því í jarðlífinu, að vera
með heimspekilegar bollaleggingar um framhaldslífiÖ.
Hann vissi vafalaust, að slíkar „sannanir" reynast venju-
lega haldlitar þegar til alvörunnar kemur í lífinu, og 'hann
gerir það eina, sem að haldi kemur: eftir dauðann kemur
hann blátt áfram til lærisveinanna, sýnilegur og áþreifan-
legur, hann leysir vandamál þeirra og á við þá langar
samræður! Margir sjá hann upprisinn og tala við hann,
einu sinni meira en fimm hundruð manns í einu, og svo