Morgunn


Morgunn - 01.06.1941, Síða 42

Morgunn - 01.06.1941, Síða 42
34 MORGUNN aö vita hver hinn ósýnilegi listamaður væri, en hann neit- aði að seöja forvitni þeirra, en lofaði að gefa þeim síðar sönnun fyrir því hver hann væri. Þeim var síðar sagt, að hann hefði verið frægur listamaður, sem hefði verið uppi á 17. öldinni, fæddur 1635 og dáinn 1681, og að hann hefði verið samtíðarmaður Steens, hins fræga, hollenzka mál- ara. Þeim var ennfremur sagt, að hann hefði ekki verið vanur að mála mannamyndir, hefði heldur viljað mála náttúruna, og að við næstu tilraun mundi hann reyna að mála uppkast af einu af málverkunum, sem hann hefði málað á jörðunni — frægustu mynd sinni. Þetta loforð var efnt, því að á næsta fundi, 18. apríl, var gerð frumteikning að mynd og þ. 21. s. m. var lokið við myndina með vatnslitum, á aðeins fjórum klukkustund- um. 1 vinstra horni myndarinnar voru dregnir stafirnir J. R. Myndin er álitin mjög vel gerð. Fram að þessu höfðu menn enga hugmynd um hver ósýnilegi máiarinn væri, en þá kom hr. Logan með vin sinn, sem er listmálari, og sýndi honum myndina, Vin- urinn kvaðst þekkja þessa mynd, en mundi ekki hver hefði málað hana. Einum eða tveim dögum síðar sagði vinurinn hr. Logan, að nú hefði hann komizt að uppruna myndarinnar óg sýndi honum bindi af „Art Treasures’ Exhibition“, í út- gáfu Cassels, þar sem er á bls. 301 mynd af málverki hins fræga málara Jakobs Ruysdaels, sem ber heitið „Foss- arnir“, og er álitið bezta verk hins fræga málara. Myndin sem Duguid hafði málað í transinum, var all nákvæm eftir- mynd þessa málverks. Fólkinu, sem viðstatt hafði verið tilraunirnar, var nú sagt frá þessu, en það ákvað að segja Duguid þetta ekki,. þar sem talið var alveg öruggt, að hann hefði enga vitn- eskju um það. Næsti fundur var haldinn 28. apríl. Duguid féll í djúp- an trans.... og innan skamms talaði ósýnilegi málarinn af vörum hans. Hann kvaðst vita, hverja uppgötvun fund-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.