Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 60
52
MORGUNN
mitt breytast við komu hans, verða að sögunarbyrgi, fullu
af söguðum viði, með sögunargryfju og stóru vagnhjóli.
Móðir mín komst að raun um, af lýsingu minni, að þetta
var frá æskuheimilinu hennar og gamla manninn þekkti
hún þá sem föður sinn.
Ég var þrettán ára, og hafði þá fengið margháttaða,
merkilega reynslu, þegar foreldrar mínar urðu spíritistar
og skildu að lokum, að ég var miðill.
... Jafnvel enn, eftir meira en þrjátíu ára miðilsstarf
fyrir almenning, á ég örðugt með að svegja hvernig ég sé
andana. Daglega finn ég eitthvað nýtt og áður óþekkt í
háttum þeirra, ástandi og áhrifum, þegar þeir eru að
sanna mér, að þeir séu nálægir með alla elsku sína og allan
sinn gamla áhuga fyrir sínum jarðnesku vinum.
Ég held, að öll séum vér fædd með sálrænum gáfum,
misjafnlega miklum að vísu, og að þjálfun þeirra, eða
meðvitundin um þá, ýmist vaxi eða deyji út, eftir því sem
umhverfi vort ákveður.
Ég er sannfærð um, að þessa sögu hafa margir að
segja, ef þeir gefa sér tíma til að líta um öxl og rifja
upp fyrir sér minningar sínar frá æskuárunum.
Fyrir nokkuru var stödd hjá mér kona, á sambandsfundi,
og sagði hún mér sögu af vinkonu sinni, sem hún full-
yrti að væri fullkomlega trúverðug og sannorð. Maður
hennar dó og hún stóð uppi ekkja með tvær dætur, 4 og
6 ára að aldri. Dag nokkurn meiddi eldri telpan sig mjög
illa í fingrinum á járnstól, sem til þess var gerður að
leggja hann saman. Hún hágrét af sársaukanum. Móðir
hennar þaut burt til að sækja eitthvað til að binda um fing-
urinn, en þegar hún kom afur með fingurtrafið, sat barn-
ið áhyggjulaust við borðið og var að teikna. Móðirin
sagði: „Elskan mín, þú getur ekki teiknað með hendinni
þinni svona, leyfðu mér að binda um hana“. „Sjáðu,
mamma“, svaraði barnið, „þetta er orðið gott. Pabbi kom
út úr skýji og kyssti fingurinn, svo að mér batnaði“. Fund-
argestur minn spurði hvort ég tryði þessari sögu og ég