Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 41
M O R G U N N
33
Duguid að nafni, sem var algerlega ómenntaður maður
og sízt kunni skil á fögrum listum. Mr. Coleman ritar á
þessa leið:
,,— — — I Glasgow eru nokkrir aðrir miðlar og á
meðal þeirra er David Duguid, sem er líklegur til að verða
frábær málaramiðill. Mig langar til að birta merkilega
frásögn af honum, eftir umsögn tveggja manna, sem ég
hafði þá ánægju að kynnast, meðan ég dvaldi í Glasgow.
Eftir að Duguid hafði starfað um hríð, sem miðill fyrir
algeng fyrirbrigði, fór að bera hjá honum á hæfileika til
að teikna ósjálfrátt. Árangurinn var þó í byrjun ómerki-
legur, nema þegar kona ein lagði hönd gína ofan á handar-
bak hans, þá þaut hönd hans léttilega yfir pappírinn og
- teiknaði, en að eins vinstri hönd hans.
Við þriðju tilraunina féll Duguid í trans og augu hans
lokuðust áður en hann fór að teikna. Upp frá því æfðist
hann við hverja tilraun og transinn varð æ dýpri.
Fyrst voru aðallega teiknuð mannshöfuð og blóm, en
þegar nokkurri leikni varð náð, fór hönd hans að mála
með litum blóm, ávexti og landslagsmyndir, og nú var
það hægri hönd hans, sem hélt á penslunum og kústun-
um.
Við fimmtu tilraunina var byrjað á vatnslitamynd og
hún fullgerð. Þykir myndin vel gerð. Hún sýnir opin
bogagöng. Yfir þeim stendur réttlætisgyðjan standandi
á jarðhnetti, sem höggormur hringar sig um, en gyðju-
mynd vonarinnar er á aðra hlið og kærleikans á hina.
Þessar myndir eru meistaralega gerðar, hver með sín-
um skýru einkennum. í veggjum bogaganganna eru smá-
skot, þar sem eru myndir af persónum og blómum í krukk-
um. Gólfið er hulið ábreiðu og innst á henni er hringur
en í miðju hringsins er krossmark. Myndin öll er gagnsæ
og sé henni haldið upp að ljósi, birtist krossinn í hásæti
og þar sézt sitja vera með geislabaug um höfuðið og
standa sex verur henni til hvorrar handar. Þeir, sem við-
staddir voru, þegar myndin var máluð, voru sólgnir í
3