Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 105
MORGUNN
97
flestum prédikunarstólum kristninnar: Þér verðið að trúa
því, að líf sé eftir þetta líf! og ósjaldan er þessi boðskapur
lcryddaður þungyrðum til þeirra, sem ekki geta trúað.
Kristur virðist hafa verið trúlítill á slíkt trúboð, og spirit-
isminn fetar í fótspor hans, þegar hann segir: „Ég bið ekki
um trú, en komið og sjáið. Sannfærizt af þeim staðreynd-
um, sem þér sjáið, heyrið og þreifið á“! En þessu herópi
spiritismans er oft svarað með þeirri fullyrðing frá kirkj-
unni, að með þessu séum vér að brjóta bann sjálfrar Ritn-
ingarinnar. Það sem Jesús Kristur taldi sjálfsagt og blátt
áfram nauðsynlegt fyrir framtíð kristninnar á jörðunni
fyrir 19 öldum, það telur kirkja hans syndsamlegt mönn-
unum nú í ár. Skilji þá röksemdafærslu hver sem getur,
á annan hátt en svo, að kirkjan sé blátt áfram komin í
andstöðu við hann um það, hvernig leysa beri gátu lífs
og dauða. Kirkjan hélt páskana heilaga, sem fagnaðar-
hátíð, eins og þeir eru sannarlega. En jafnhliða hefði hún
átt að gera yfirbót í sekk og ösku, því að hún ber þunga
ábyrgð þess, að á þeim hörmungatímum, sem nú dynja
yfir mikinn hluta heimsins, hittir margfaldur ástvina-
missir marga menn trúlausa á framhaldslífið, svo að í
sorginni bíða þeir tjón á sálu sinni.
„ , „ , Á heimsstyrjaldarárunum 1914—18 leystu
Fra Englandi. ...... , „ . ... .....
spiritistarmr a Englandi geisilega mikið
starf af hendi til að hugga sorgbitið fólk og sanna því, að
látnir ástvillir lifðu enn. Og nú bera ensku blöðin enn
með sér, að spiritistarnir þar í landi liggja ekki á liði
sínu. Fjöldi manna leitar til miðlanna og fær þar þá hugg-
un, sem kirkjan er ekki megnug að veita þeim, vegna þess
að hún tjáir sig yfirleitt enn vera andvíga spiritismanum
og starfsháttum hans. Spiritistablöðin í Englandi flytja
stöðugt frásagnir af sönnunum, sem syrg-jendur fá frá
föllnum ástvinum, og þótt þær hafi vitanlega ailt annað
og meira gildi fyrir sorgbitna ástvini, sem fá þær, en ó-
kunna lesendur, vel ég hér eina af handahófi, og segi
lauslega frá henni:
7