Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 20
12
MORGUNN
sem mönnum líkar betur eða ver að heyra það: vitandi
vits hefi ég ekki reynt að skapa aðstæður, sem gætu stutt
fyrir fram myndaðar skoðanir hjá mér. Ég hef fylgt mínu
innra eðlisboði og þegar ég átti um tvennt að velja, reyndi
ég að taka þann kostinn, sem réttari var. Ég hefi aldrei
haft neinar yfirdrottnunartilhneigingar og ég gerði ekk-
ert til að gera sjálfan mig dýrlegan. Að svo miklu leyti
sem ég veit, hefi ég ekki leitað eigið vegsemdar. Ég hefi
frekar verið metnaðarlaus og hlédrægur. Fáeinum virð-
ingarmerkjum hefi ég verið sæmdur, en ég hefi ekki sózt
eftir þeim . . .
Ég veit að það þarf nokkurt hugrekki til að bera vitni
hinum sálrænu fyrirbrigðum. Vissulega sé ég, að rann-
sóknir þeirra hafa að .mestu leyti rekið menn, sem tæplega
voru vandanum vaxnir, og að þessvegna hefir óeðlilega
mikið verið lagt upp úr sumum fánýtum hliðum fyrir-
brigðanna. En hvað sem allri andstöðu líður nú, er ég
sannfærður um, að þegar tíminn er fullnaður, muni vís-
indin taka málið að sér, viðurkenna sannleikann í því og
helga því alvarlegra starf en hingað til. Þar sem þetta
er mín hreina og bjargfasta sannfæring, sem staðið hefir
af sér brotsjói fjörutíu ára, væri það heimskulegt af mér
að hika við að standa með sannleikanum, þótt þessi kyn-
slóð kasti að honum háði og vanþóknun. Þekkingin þarf
ævinlega nokkurn tíma til að vinna sér viðurkenning. Það
hefir ævinlega reynzt svo, að í byrjun þarf hún að vera
borin fram af fáum frumherjum í gegnum andstöðuna.
Vitnisburður minn og annarra um raunveruleik and-
legrar tilveru er reistur á skýlausum staðreyndum, en
ekki neinum tilgátum. Prófið staðreyndirnar á hvern þann
hátt, sem yður þóknazt. Það er ómögulegt að finna þeim
aðrar orsakir, en að þeim valdi aðrar vitsmunaverur en
jarðneskir menn. Þessar vistmunaverur standa á ýmis-
konar þroskastigum, en sumar þeirra ráða yfir öflum, sem
vér menn þekkjum ekki. Þær hinar æðri af þessum vits-
munaverum finna til ábyrgðar sinnar, sem þjónar æðra