Morgunn - 01.06.1941, Blaðsíða 103
MORGUNN
95
mjög leggur hann að sér, að til efasemdamannsins Tómas-
ar kemur hann í eftirmynd jarðneska líkamans, með nagla-
förin á höndum og fótum og síðusárið, til að lækna efa
hans. Hér er veruleiki á ferðinni, eins áþreifanlegur og
nokkur annar jarðneskur veruleiki. Upprisa Krists heimt-
ar enga blinda trú og hún er ekki byggð á heimspekilegum
bollaleggingum né hugarsmíð viturra manna. í því er sá
kraptur hennar fólginn, sem sló efasemdirnar til jarðar,
að hún er veruleiki, sem menn sjá, heyra og þreifa á. 1
þessu er kraptur hennar fólginn. Þarna liggur ástæðan
fyrir því, að hér tókst það, sem engri heimspeki, hvorki
gamalli né nýrri, getur tekizt. Þannig leysir Jesús Kristur
málið.
Kirkjan
leysir málið.
Hvernig leysir kirkja Jesú Krists þetta
mál? Kenningar sínar um framhaldslífið
rökstyður hún ekki lengur með áþreifan-
legum og sýnilegum staðreyndum, hún hefir ekkert slíkt
að bjóða, hún heimtar að eins trú, en gleymir því, að meist-
ari hennar fór aðra og sigurvænlegri leið, þar sem hann
flutti mönnunum sannanir og áþreifanlegar staðreyndir
eftir að hann var látinn. Óneitanlega geldur kirkjan sár-
lega þeirrar glópsku sinnar, að hún hefir yfirgefið þann
grundvöll, sem Kristur taldi einan öruggan tii að byggja
ódauðleikavissu mannanna á. Kirkjan geldur þess á þann
hátt, að milljónir og aftur milljónir manna og kvenna i
kristnum löndum snúa sér frá henni með fullkomnu van-
trausti, þegar að því kemur, að leysa skuli þýðingarmestu
gátu tiiverunnar, gátu lífs og dauða. Skömmu eftir síðustu
páska kom ég inn til vinar míns í Reykjavík. Hann hafði
hlýtt á páskaprédikun í útvarpinu. Eg vildi að sem flestir
prestar hefðu orðið mér þangað samferða. Hann fór óðara
að tala um prédikunina. Hún hafði að mestu verið bláköld
fullyrðing um það, að Kristur lifði, og að hann (prestur-
ínn) væri Guði þakklátur fyrir, að hann hefði lengi fengið
að flytja þjóð sinni þann boðskap. Þessi vinur minn, sem
oæði er gáfaður maður og þjóðkunnur, en stundum nokkuð