Morgunn


Morgunn - 01.06.1941, Page 59

Morgunn - 01.06.1941, Page 59
MORGUNN 51 kallaðan „Sígöjna-leik“, sem var í því fólginn, að hver eftir aðra þóttumst við spá hver fyrir annarri. Þegar röðin kom að mér að vera Sígöjna-konan, byrjaði ég fyrst í gamni að segja skólasystrum mínum um unnusta þeirra o. s. frv., en stundum féll ég svo í einhverskonar draum- kennt ástand, ég missti meðvitund um umhverfi mitt og hélt áfram að tala með lokuð augu. Þegar ég kom til sjálfrar mín aftur, voru stúlkurnar stundum í mesta upp- námi og sögðu mér, að ég hefði talað svo undarlega, en sjálf hafði ég enga hugmynd um, hvað ég hafði sagt. Þá voru þær vanar að segja: „Nú hefir Annie verið að spá aftur“. Ég minnist nú sérstaklega eins slíks atviks. Það var síð- degishlé í skólanum og ég var að koma til sjálfrar mín, eftir að hafa enn einu sinni fallið í þetta kynlega ástand. Lítill hópur af stúlkunum stóð umhverfis mig. Þær voru lágmæltar og sýnilega skelkaðar. Ein þeirra var grátandi, vegna þess að ég hafði sagt henni, að móðir hennar hefði dáið þenna sama eftirmiðdag. Hinar leiddu hana til skóla- stýrunnar, sem kallaði mig fyrir sig og ávítaði mig. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og neitaði eindregið að hafa sagt það, sem ég var ásökuð um, en skólastýran skrifaði tafarlaust kærubréf á mig til foreldra minna. Þegar þessi skólasystir mín kom heim til mín, var móðir hennar dáin og hvert einasta atriði, sem ég hafði sagt henni úti á leikvellinum, reyndist nákvæmlega rétt. Enn langar mig að segja frá aðeins einu atviki æskuára minna. Margsinnis og við ólík tækifæri, hafði það komið fyrir, að gamall maður hafði komið til mín að næturlagi, vakið mig og beðið mig að fara á fætur og sækja móður mína. Móðir mín trúði þessu alls ekki í byrjun, en þar sem hann lét ekki af þessu undarlega framferði, og þrábað mig, að sækja móður sína, fór hana að gruna að eitthvað kynni flð vera í þessu og sagði mér, að ég skyldi spyrja hann að heiti. Næsta sinn, er hann kom til mín, virtist herbergið 4*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.