Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 17
B U F R Æ Ð I N G U B I N N
i:5
erniuin sínum sem flestar nýjungar í búnaði, jafnótt og
þær koma fram, jafnframt því sem rætt verður um þau
framfaramál bænda, sem mestu virðast skipta á liverjum
tíma. Þessa stefnu viljum við reyna að móta þegar frá
byrjun. Og þar eð í lögum Hvanneyrings er ákveðið, að
tveir kennarar Hvanneyrarskólans skuli jafnan vera i
stjórn sambandsins, er líkiegt, að ritstjórn ársritsins verði
oflast á hendi annarshvors þessa kennara. Stefna ritsins
mun því mótast að meira og minna leyti af Hvanneyrar-
skólanum og þannig auka og úlbreiða þau grundvallar-
atriði búfræðinnar, sem bændaskólarnir byggja á og nem-
endur þeirra bafa numið þann tíma, sem þeir nutu þar
kennslu.
Fáar atvinnu- og framleiðslugreinar eru í eins hraðri
framþróun eins og landbúnaðurinn. Hann er liáður ytri
skilyrðum, svo sem hnattstöðu landanna, dutlungum veðr-
áttunnar, viðskiptalífi og pólitískum dægurmálum þjóð-
anna. Búfræðin er þvi öðru fremur undirorpin breytileik
þróunarinnar, og þar koma stöðugt fram ný sannindi og
þau gömlu breytast og verða fullkoinnari. Búfræðingur-
inn mun telja það eilt af fyrstu hlutverkum sinum að
flytja lesendunum búfræðinýjungar jafnskjótt og þær
koma fram. Iiann vill halda ykkur stöðugt vakandi og
stuðla að því, að bændurnir og búskapur þeirra dragist
ekki aftur úr öðrum atvinriugreinum, heldur fylgist stöðugt
með l'ramförum og þeirri eðlilegu og ákjósanlegu þróun
ókomins tíma.
Þótt, eins og áður getur, að kennarar Hvanneyrarskól-
ans muni alltaf eiga nokkurn þátt í að móta stefnu og
starf Búfræðingsins, er það einlæg ósk okkar og áskorun,
að þið, lesendur góðir, og þá fyrst og fremst þið Hvann-
eyringar, leggið hér noklcuð lil málanna. Við vonum, að
þið bregðist vel við og takið'frá byrjun virkan þátt í út-
gáfu og starfi ársrits ykkar, með því að skrifa i það greinar
um áhugamál þau, er þið lierið fyrir brjósti. Að þið
Skrifið og sendið Búfræðingnum árangur af reynslu ykkar
og starfi i islenzkum búskap. Að þið berið skólanum okkar