Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 78
74
B Ú F H Æ Ð I N G U Ii I N N
þola 8—10 stunda vinnudag allt vorið. Jarðræktin þarf að
verða heimilisstarf. Bændurnir þurfa sjálfir að eiga plóg
og Iierfi og duglega Iiesla og vinna land sitt sjálfir.
Hænsn eru yfir 00000 i landinu; þeim er óþarl’i að gefa
erlent korn, þegar hægt er að rækta það heima. Sama má
segja um endur, gæsir og svin. í fóðurblöndur handa kúm
og kindum er það líka ágælt, en til þess þarf að mala það.
Bygg og hafrakex er ágætt brauð, búið til úr möluðu
Jjyggi og böfrum. Ennfremur cr það golt i grauta. Allir
kannast við „bankabyggið", sem mikið var notað liér á
landi fvrir nokkrum árum. Það er samskonar bvgg og liægt
er að rækla bér heima.
Hér skal ekki farið lengra inn á svið matreiðslunnar,
en til þess má ætlast af íslenzkum húsfreyjum, að þær
taki vel þessari nýjung og revni kornið i matargerð.
Víða eru enn lil gamlir kvarnarsteinar. Þeir eru að vísu
sums staðar komnir í ruslaskotið og jafnvel út fvrir tún-
garð. Sennilega verða ])eir höggnir up]) að nýju og aftur
seltir á sinn stað, áður en langt líður. Þeir eiga að skipa
sinn fvrri sess, en í þeim á nú að rnala íslenzkt korn.
Ilér hefir einungis, eða svo að segja, verið talað um
korn án aðgreiningar.
Byggið er axgras. Sexraða bvggið befir mest verið rækt-
að hér á landi. Það tvíraða liefir líka þroskast, en það
þarf aðeins lengri sprettutíma og á að því leyti ver við
okkar skilyrði. Dönnesbyggið er mest ræktað hér á landi.
Það gefur stórt korn, en grófan hálm. Önnur afbrigði eru
t. d. þessi: Maskinbygg, Jötunbygg, Örnesbygg og Sölen-
bygg. Uppskeran al' Dönnesbyggi er oft um 20 tunnur pr.
ba og allt upp í 30 og getur jafnvel orðið meiri. Háljnur-
inn er 40—00 hestar.
Hafrarnir eru puntgras með mýkri hálmi. Uppskeru-
magnið er svipað bæði í korni og liálmi og hjá byggi. —
Niðarhafrar hafa mest verið ræktaðir, ennfremur Favorit-
hafrar, Vollhafrar, Beyjarbafrar, Tilrúmhafrar, Tennahafr-
ar, Perluhafrar, Þórshafrar, Mesdaghafrar og mörg fleiri
afbrigði. Hafrahálmurinn er blaðríkari og belra fóður en