Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 112
108
BUFRÆÐINGURI N N
arskólar, sem kenna sauðfjárrækt og leiðbeina fjáreigend-
um.
Sauðféð lifir mest á útigangi, en féð verður þar vænt.
Meðalþungi dilkaskrokka er talinn um 20 kg. Beitilandið er
ágætt í Grænlandi og sýnir, live afarmikla þýðingu beiti-
land yfirleitl hefir. Eingöngu vegna þess gefur féð svo
miklar afurðir þar og liefir það því meiri áhrif á þær en
kvnbætur og fóðrun fá áorkað.
Sigurður Sigurðsson, fgrrv. búnaðarmálasijóri.
Verð á verkfærum.
Eftirfarandi upplýsingar um verð á nokkrum lielzlu teg-
undum landbúnaðarverkfæra eru frá Árna G. Eylands
forstjóra. Verðið er miðað við árið 1937, en í sviga áætlað
verð eða verðhækkun fyrir vorið 1938.
Plógar 140—150 kr. (Mun haldast óbreytt.)
Hankmoherfi I og II 202 og 218 kr. (Ilækkun væntanleg.)
Fjaðraherfi, 9 fjaðra, 72 kr. (72 kr.)
Diskherfi, 8 diska með 16" diskum og framhjólum, 300
kr. (Einhver hækkun.)
Diskherfi, 10 diska með 18" diskum og framhjólum, 335
kr. (Einhver liækkun.)
Steingálgar 130—150 kr. (Munu hækka um ca. 10%).
Hestarekur og valtajárn, innlent. (Mun hækka um 20—
30%.)
Iveðjudælur, 2,5—4 metra, 127-—150 kr. (Sennileg hækk-
un um 15%.)
Sogdælur, Ilerning, 3—3,5 metra, 60—67 kr. (Ilækkun
sennilega um 10%.)
Piördreifarar 48 kr. (Hækkun um 10%.)
Ávinnsluherfi 36 kr. (ca. 50 kr.)
Áburðardreifarar, Deering, fyrir tilbúinn áburð 331 kr.
(Svipað.)
Slátluvélar, Herkules 3%', 410 kr. vorið 1937, en hækk-