Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 89
B Ú F U Æ t) I N G U R I N N
85
eru beinaberir og útlimalangir. Þeir eru of vöövarýrir,
einkum á lærum og baki. lvjötið er of magurt og sérstalc-
lega vantar á að verðmætustu lilutar kroppsins, spjald-
hryggur og læri, séu vel þakin og blönduð fitu. Bringa og
síður eru oft feitari en þörf gerisl og nýrmörinn of mikill.
Þannig mætti lengi telja, en þetta nægir til þess að benda
á, að við verðum að taka kynbætur og meðferð sauðfjár-
ins fastari tökum en liingað til og þá alveg sérstaklega
með tilliti lil enska markaðsins.
Landbúnaðarafurðir þær, sem seldar eru á innanlands-
markaðinum eru aðallega mjólkurafurðir, kjöt og nokkuð
lcartöflur. Mat á þessum vörum er ekki strangt og nevt-
endurnir gera ekki eins mildar kröfur til vörugæðanna
eins og bæjarbúar Englands. En kröfurnar fara vaxandi
bér lieima fvrir og mjólkurbúin geta ekki haldið markaði
sínum og því síður aukið hann nema því aðeins að senda
alltaf frá sér góðar vörur og aldrei aðrar. Skyrið má ekki
vera súrt, mjólkin ekki þunn eða óhrein og smjörið ekki
mishart cða mislitt. — Grundvöllinn að góðu skyri, feitri
mjólk og samkynja smjöri, verða bændurnir að leggja til
sjálfir. Það gera þeir með því að senda aldrei súra eða
óhreina mjólk til mjólkurbúanna, rækta og fóðra kýr
sínar þannig, að mjólkin verði feit og enginn munur á
vetrar- og sumarsmjöri.
Islenzlcir hændur kaupa nú allmikið af síldarmjöli til
fóðurbætis og þyrftu að kaupa og uota meira af því en
þeir þó gera. Síldarmjölið frá sildarverksmiðjunum ís-
lenzlcu er alveg sérlega misjafnt að gæðum og einnig að
útliti. Flokkun á því er ófullkomin og mat og eftirlit allt
of vægl. Aðalorsökin til hins misjafna síldarmjöls mun
vera sú, að þegar mikill landburður er af síld, hefsl „lönd-
unin“ ekki undan og ofl ekki bræðslan heldur. Síldin
morknar þá og skennnist áður en hún kemst í bræðsluna.
Aðalverðmæti síldarmjölsins sem kjarnl’óðurs fer eftir
innihaldi þess af meltanlegri eggjahvítu, svo og nokkuð
steinefna og fitu. Við vinnslu síldarmjölsins er eggjahvítu-
efnunum hætlasl við skemmdum. Fyrst og fremst þannig