Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 30
BÚFRÆÐINGURINN
26
Samkvæmt þeim reglum, sem mjólkurbúin fara eftir vi'ð
flokkaskipun mjólkur, má telja, að i 1. fl. mjóllc finuist allt
að y2 millj. gerla pr. cm3, í 2. fl. mjólk %—4 millj. gerla,
í 3. fl. mjólk 4—20 millj. gerla og í 4. fl. mjólk yfir 20 millj.
gerla pr. cma. Við sjáum á þessu, að jafnvel í fyrsla
floklcs mjólk getur verið mikill fjöldi af gerlum. Þriðja
flokks mjólk liefir minnst 8 sinnum fleiri gerla eu 1. fl.
mjólk, og er kölluð slæm mjólk.
Murnli það þá ekki einnig liafa mikil áhrif til hins belra,
ef liægt væri að minnka gerlamagnið í hinni lökustu fyrsta
flokks mjólk 8 sinnum eða ofan í ca. 60000 eða 8 sinnum
úr þvi niður i ca. 8000 ]ir. cm8? Jú, á því er enginn vafi. Það
er liollari nevzluvara og liægt að húa til miklu hetri af-
urðir lir mjólk með 8000 gerlum pr. cm3 en úr þeirri, sem
hefir y2 millj. gerla i sama rúmtaki, þótt livorttveggja
teljist til 1. fl. mjólkur. Og tölurnar hér að framan hafa
sýnt það, að hægt er að komast með gerlamagn mjólkur-
innar ofan í nokkur þúsund pr. cm3 og það er jafnvel hægt
að komast enn neðar. Markinu er því ekki náð, þótt bónd-
inn með lierkjubrögðum fái mjólk sína í fyrsta flokk, en
tapi henni í 2. og 3. fl., hvað lítið sem út af ber. Takmark-
ið er að fá mjólkina alltaf eins góða og unnt er, og því tak-
marki er alls staðar hægt að ná með nægum þrifnaði,
hirðusemi og árvekni..
Guðm. Jónsson.
j