Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 108
104
B Ú F RÆÐINGURINN
komið niður á 8 mismunandi vegu o. s. frv. En eftir því
sem peningarnir eru fleiri, eftir því þarf að kasta oftar, til
þess að þetta reglubundna lögmál komi fram.
Það er oft talað um heppni í spilum, þegar sami maður
græðir oft. Þetta stafar oft af því, að sá hinn sami er betri
spilamaður en aðrir, en hitt getur naumast átt sér stað, að
hann fái, þegar til lengdar lætur, betri sj>iI en aðrir. Það
geta komið fyrir allmörg spil í röð, en ef spilað er oft og
lengi, þá er það óliugsandi, því að þetta óþekkta einkenni-
lega lögmál um lilviljun grípur inn í og lætur aðra einnig
fá góð spil.
Ég liefi nú sýnt fram á, að tilviljun fylgir lögmáli, sem
að vísu er enn óþekkt, og ég hefi nefnl mjög einfalt dæmi
með fimmeyringinn, sem hver og einn getur sannfært sig
um með því að reyna sjálfur.
Varla er nokkur vafi á því, að lögmál tilviljana hefir
stórkostlega mikil áhrif i lieiminum, ef til vill miklu meiri
en menn gera sér grein fyrir. Fjöldamörg alvik úr náttúr-
unni og liinu daglega lífi eru sennilega einskonar „fimm-
eyringsköst“, sem bera að eins og óþekktar halastjörnur
utan úr geimnum, en eru þó hlekkir i ákveðnu kerfi, sem
við ekki þekkjum og köllum tilviljun.
Vísindamennirnir tala ógjarna mikið um tilviljun. En þó
er það a. m. k. á einu sviði, sem tilviljunar-Iögmálið er
viðurkennt, en það er í arfgengisfræðinni. Eitt lielzta und-
irstöðuatriði arfgengisfræðinnar, liið svo kallaða Mendels-
lögmál, byggisl aðallega á lögmáli tilviljana. ()g þegar
það er ljóst, að tilviljun skuli stjórna arfgenginu, ráða þvi,
lwaða eiginleikum hver einstaklingur er búinn við kom-
una i þennan lieim, þá mætti það verða auðskilið, að til-
viljunarlögmálið er eklci aðeins ómerkilegur bókstafur um
ímyndun eða hugaróra, heldur mikilvægur stjórnandi í
tilverunni, sem ber að setja á bekk með öðrum merkileg-
um náttúrulögmálum.
J.