Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 107
B Ú F II Æ Ð I N G U R L N N
103
ófyrirsjáanlegar og ekki unnt að segja fyrir um þær, en að
þær séu með öllu óreglubundnar og lilíti engum lögmál-
um, það er rangt. Taktu fimm aura pening, kastaðu hon-
um upp í loftið og sjáðu um, að hann geti fallið niður á
slétlan, láréttan flöt, t. d. gólf, og skrifaðu hjá þér, livor
flötur peningsins kemur upp, 5 aurar eða lcóróna. Ef þú
endurtekur þetta nokkrum sinnum, þá mun það sýna sig,
að hvor flöturinn kemur álíka oft upp. Ef kastað er t. d.
100 sinnum, þá mun það ávallt láta nærri, að 50 sinnum
komi upp kóróna og 50 sinnum 5 aurar. Og það er alveg
sama, livort þetta er gert i dag eða á morgun eða ekki
fvrri en að ári, útkoman verður alltaf nálægt því sú sama.
Dálitlu getur munað, en aldrei miklu. En eftir því sem
köstin eru fleiri, eftir því verður útkoman venjulega nær
lielmingaskiptum. Og talið er, að gælu köstin orðið óend-
anlega mörg, þá yrði nálcvæmlega helmingaskipti.
Hvernig stendur á þessu? I liverju einstöku tilfelli er
alveg ómögulegt að segja fyrir um, livor flötur penings-
ins kemur upp. Stundum koma þeir til skiptis, en stund-
um keniur upp sami flöturinn mörgum sinnum i röð o. s.
frv., en meðalútkoman verður mjög nærri helmingaskipt-
um, þegar köstin eru nokkuð mörg.
Ef teknir eru 2 fimmeyringar og þeim kastað háðum í
einu, þá eru fyrir hendi 4 möguleikar; köllum annan finun-
eyringinn A, en hinn B:
1. Fimm aurar geta komið upp á háðum.
2. Kóróna getur komið upp á háðum.
3. Fimm aurar koma upp á A, en kóróna á B.
4. Kóróna kemur upp á B, en fimm aurar á A.
Fleiri möguleikar eru ekki tik Og það mun nú sýna sig,
að þessir möguleikar koma nokkurn veginn jafn oft fram,
þegar lcaslað er mörgum sinnum. Sé t. d. kastað 400 sinn-
um á að fást í 100 köstum fimm aurar á háðum, í 100
köstum kóróna á háðum og í 100 100 (=200) köstum
fimm aurar á öðrum og lcóróna á hinum. Og reyndu nú
hara sjálfur, þelta mun láta nærri.
Ef hafðir eru 3 fimmeyringar i sama kasti, þá geta þeir