Búfræðingurinn - 01.01.1938, Side 90
8G
B U F R Æ Ð I N G U RI N N
að meltanleiki þeirra minnkar. Eggjalivíluefni gamallar
og morkinnar síldar þola ekki eins hátt hitastig eins og
nýrrar. í þurrkofnum þeim, sem síldarmjölið er þurrkað i,
er haft sama hitastig, hvorl sem þar er hrædd og þurrkuð
morkin eða ný síld. Við þetta hitastig raskast ekki neitt
verulega meltanleiki eggjahvíluefna nýju síldarinnar á
meðan þau hálfeyðileggjast i þeirri morknu við sama
liitastig. Síldarmjölið, sem unnið er á þennan hátt úr
hinni morknu síld, er hrúnt á lit, viðbrennt og þráalykt
af því. Fóðurgildi þess svarar ekki til þess verðs, sem það
er selt með. Stundum er hlandað of miklu salli í síldina
við hræðslu liennar. Sildarmjöl, sem inniheldur mikið af
salti, er óholt og miður gott fóður. — Gott síldarmjöl,
unnið úr nýrri sild, er ljóst á lit og með mildri fisklykt.
Slæma síldarmjölið, sem unnið er úr gamalli, morkinni
og ofsallaðri síld, er dökkbrúnt, sall á bragðið, þungt í
sér og með sterkri þráalykt. Þessa tegund munu því miður
margir bændur kannast við frá síðastliðnu hausti. Kýrnar
éla það illa og mjólka því ver af því. Þetta síldarmjöl var
þó selt fullu verði sem 1. flokks vara væri. Þannig má
það ekki vera. Síldarmjölið þarl' auðvitað að meta, flokka
og verðleggja eftir gæðum þess, miðað við fóðurgildi, og
þá fyrst og fremst eftir meltanleik eggjahvítuefnanna.
Það er hægt að framkvæma meltingarrannsóknir á fóðri
á tiltölulega sluttum tima og það þurfa síldarverksmiðj-
urnar að láta gera áður en síldarmjölið er sent út á mark-
aðinn. Það þarf að meta það, flolcka og verðleggja eftir
])ess raunverulega fóðurgildi og verðmæti.
Englendingar krel'jast þess, að vörur þær, sem þeir
kaupa af okkur, svari til þess verðs, sem þeir gefa fyrir
þær á hverjum tima. Reykvíkingar vilja ekki kaupa súrt
skyr eða súra og þunna mjólk af mjólkurbúum bændanna.
Og bændurnir vilja ekki þurfa að kaupa þrátt og hrennt
síldarmjöl fullu verði.
Framleiðendur! Bændur og sjómenn, munið að góðar
vörur, með hjálp réttlátrar löggjafar, skapa vkkur góðan
markað, gotl verð og góða aflcomu.