Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 88
84
BÚFRÆÐINGURINN
og það liefði þurft að vera. T. d. liefir ekki verið tekið
nóg tillit til krafanna, sem kaupendur varanna gera á
hverjum tíina. Þeir, sem unnið iiafa að framleiðslunni,
sjómenn, verkamenn og bændur, hafa lieldur ekki skilið
þann niikla þátl, sem þeir eiga í að skapa vörugæðin og
þar með markað og verðlag varanna. Sjómaðurinn verður
að varast að rífa fiskinn með önglum eða sting. Fiskur-
inn verður að vera vel flattur og vel þveginn. Síldin má
ekki morkna í skipum og þróm áður eu hún er brædd
o. s. frv. — Bóndinn og fjármaðurinn mega elcki gleyma
því, að i Iivert skipti, sem þeir talca i ullina á dilkunum í
réttum og rekstrum á haustin, kemur blóðrisa marblettur
undan, sem stórskemmir kjölið. Sauðfénu var um langan
tíma oft slátrað á sláturhúsunum þreyttu og göngumóðu.
Fláningin var víðast, og er enn of víða, slæm. Allt þetta
gerir vörurnar misjafnar og verri en þær þurfa að vera.
— Þá vil ég minna á nokkrar af þeim kröfum, sem enski
markaðurinn gerir til vaxtarlags og útlits á lambskropp-
unum.1) Þeir eiga að vega 10—15 kg (þeirri kröfu getum
við fullnægt). Þeir þurfa að vera beinasmáir og útlima-
stultir. Malir, spjaldhrvggur og læri þurfa að vera vel
holdfyllt og þakin fitulagi niður á hælcla. Kropparnir
mega þó ekki vera of feitir. Það má telja gott, að lambs-
skrokkar hafi 0—8 mm þykkt fitulag yfir vöðvanum á
spjaldhryggnum. Kjötið verður að líta vel úl. Marblettir
og fláningsgallar mega ekki sjást. Fitan á yfirborði
kroppsins á að vera hvít og allur blærinn á kjötinu fersk-
legur. — Islenzka dilkakjötið þolir ekki samanburð við
annað dilkakjöt, sem á enska markaðinn flyzt, hvorki að
gæðum né úlliti og slensl því ekki samkeppni þeirra Ianda,
sem þangað flytja dilkakjöt, svo sem Ástraliu, Nýja-Sjá-
lands o. fl. Gallarnir, sem eru á okkar dilkakjöti, eru í
fyrsta lagi fjárkyninu að kenna, í öðru lagi meðferð og
fóðrun fjárins og i þriðja lagi, eins og áður getur, slæmri
meðferð á kjötinu við slátrunina. Lamhakropiiar okkar
1) Stuðst við heimildir frá Halldóri Pálssyni sauðfjárræktarráðunaut.