Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 39
B Ú F RÆÐINGURINN
35
fjárræktarbúin, þar scni einnig má telja, að um öruggar
vigtarskýrslur sé að ræða, sýna þyngd flestra ánna 50—60
kg og allmargra þar vfir. Eftir þessu ætti ær í innistöðu,
framan af vetri, að þurfa allt að 0,5 fe eða ea. 1,5 kg af
úllieyi, sem er npp og ofan að gæðum, á dag. Óviða eru ær
fóðraðar á töðu, en af meðaltöðu inun ærin þá þurfa ca.
1 kg á dag.
Það er réll að skipta gjafatíma eða fóðrun ánna í tvennt:
1 fyrsta lagi tímann framan af vetri, meðan þær eru geldar,
og í öðru lagi seinni part vetrar, þegar þær eru lamb-
fullar.
Á fyrra tímabilinu á að fóðra ærnar viðhaldsfóðri, þær
eiga almennt að balda holdum, hvorki að léttast eða þyngj-
ast. Undantekningar geta þó verið l'rá þessu. T. d. ef ær
eru of seint teknar á gjöf, svo að þær eru farnar að lcggja
mikið af, þá þarf að l'ita þær; eða ef þær eru mjög feitar,
þegar þær koma í hús, þá þola þær einhverja megrun
framan af velri, án þess að skila minni arði á næsta liausti.
Yiðhaldsfóðrið nola ærnar aðallega til að mynda hita
i líkamanum — viðhalda likamsliitanum. Ennfremur til
aflsmyndunar, sem nolast við meltingarstarfsemina og alla
hreyfingu.
Til hvorutveggja, liita- og aflsmyndunar í líkamanum,
er ánum eðlilegast og léttast að nota kolvetni fóðursins.
Aðal næringarefni heysins eru kolvetni, svo að allt sæmi-
lega gotl hey mun fullnægja þessari hita- og aflþörf ánna,
aðeins el' þær fá nóg af því.
En samfara hita- og aflmyndun i líkamanum, verður
alltaf nokkurt slil og eyðsla á vefjum og vökvum líkam-
ans og eyðast á þann hátt ýms köfnunarefnissambönd
(eggjahvíta). Ánum er því nauðsynlegt, eins og öllum öðr-
um skepnum, að fá i fóðri sinu ákveðið lágmark af eggja-
hvítu.
Þelta lágmarksmagn af meltanlegri eggjahvitu, sem ærn-
ar þurfa, hefir reynzt að vera (aðallega samkvæmt erlend-
um rannsóknum) 50—60 g pr. 100 kg l.þ. pr. dag eða a. m.
k. 25—30 g meltanlegrar eggjahvítu pr. á, á dag.